Fréttir
Sumarlokun FSu
24.06.2025
Skólinn er lokaður frá og með 24. júní til 5. ágúst vegna sumarfría. Skrifstofan opnar miðvikudaginn 6. ágúst kl. 9. Gleðilegt sumar!
Lesa meira
Metfjöldi skráður í FSu næsta haust
23.06.2025
Skólinn hefur lokið innritun nýnema og haust verður metfjöldi í skólanum, rúmlega 1200 nemendur.
Lesa meira
GLAÐIR HÚSASMÍÐASVEINAR
23.06.2025
Þann 12. júní síðastliðinn afhentu tilvonandi SVEINAR afrakstur sinn í húsasmíði við FSu sem að þessu sinni var valmaþak ásamt því að brýna valin verkfæri og taka tveggja tíma bóklegt próf. Þriggja daga törn lokið og fjögurra ára iðnámi og luku fimmtán heiðursmenn áfanganum að þessu sinni.
Lesa meira
SJÚKRALIÐAR OG SORGARVIÐBRÖGÐ
10.06.2025
Þrettánda maí síðastliðinn fór vaskur hópur nemenda af sjúkraliðabraut skólans gangandi og í góðum gír að hitta Guðbjörgu Arnardóttur sóknarprest í Selfosskirkju til að fræðast um sorg og sorgarviðbrögð. En fagleg nálgun og persónuleg nánd er afar mikilvæg á þessu viðkvæma tímabili í lífi hvers einstaklings.
Lesa meira
GRÆNFÁNINN Í ÞRIÐJA SINN
03.06.2025
Grænfáninn er verkefni sem hefur það hlutverk að leiða skóla í faglegri og árangursríkri vinnu með sjálfbærni í víðum skilningi. Er það gert í tengslum við áherslur aðalnámskrár og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Lesa meira
HRAFNHILDUR ÝR STEINSDÓTTIR ER DUX SCOLAE
28.05.2025
Fjölmennasta brautskráning í sögu FSu fór fram miðvikudaginn 28. maí og var athöfnin því flutt í íþróttahús skólans IÐU. Helgast það því að nú gat hver KLÁR eða útskrifandi boðið með sér fjórum gestum í stað tveggja áður og mátti heyra á aðstandendum og gestum að þeir væru ánægðir með þá nýbreytni.
Lesa meira
HANDAGANGUR Í IÐU
27.05.2025
Nýr og sérlega skemmtilegur atburður átti sér stað í IÐU íþróttahúsi FSu þriðjudaginn 27. maí þegar sjálfboðaliðar úr starfsliði skólans mætti til undirbúa komandi útskrift daginn eftir. Handagangur var í öskjunni sem þýðir að það var fjör og fjölmenni. Allir lögðust líka á árarnar undir verkstjórn Einars Björnssonar og ýmissa úr starfsliði skólans. Sumir mæltu að í upphafi skyldi endinn skoða á meðan aðrir töldu að kapp væri best með forsjá.
Lesa meira
SÓLARSÝN AÐ VORI
27.05.2025
Fullyrða má að sjaldan njóti sólar á Íslandi. Að minnsta kosti þegar samanburður er gerður við önnur lönd og aðrar þjóðir. En þegar hún birtist á bláum himni kunnum við svo sannarlega að meta hana.
Lesa meira
VITLEYSA ER VIT
22.05.2025
Í áfanganum ÍSLSE3YM05 er meðal annars fengist við MUNNMÆLI og þá hefð sem ritmálið sprettur af. Það er eitthvað sem við megum vera stolt af. Íslenskt ritmál verður til eftir 1120 þegar kaþólskir munkar rita á kálfskinn lög og máldaga og í kjölfarið varðveitast ljóð og sögur sem annars hefðu gleymst. Handritin sem við eigum eru ómetanleg verðmæti.
Lesa meira
ÉG LOFA – MEÐ GRÆNNI NÖGL
14.05.2025
BARNAHEILL eru frjáls félagasamtök sem stofnuð voru árið 1989 með það markmið í huga að vinna að mannréttindum barna. Nú stendur BARNAHEILL fyrir vitundarvakningunni #ÉGLOFA sem er ákall til fullorðinna í samfélaginu um að leggja sitt af mörkum til að útrýma kynferðisofbeldi gegn börnum á Íslandi. Því miður er staðreyndin sú að alltof mörg börn eru beitt kynferðisofbeldi og alltof fá þeirra segja frá ofbeldinu.
Lesa meira