Fréttir
Spjaldtölvugjöf
23.10.2018
Mánudaginn 15. október komu fulltrúar frá Rafiðnaðarsambandinu og Samtökum rafverktaka færandi hendi. Þessi samtök gáfu nemendunum 22 sem eru í grunnnámi rafiðna og rafvirkjun, nýjar glæsilegar spjaldtölvur svo að nemendur geti nýtt Rafbókina, aðalnámsefnið í rafiðnum í námi sínu.
Lesa meira
Berlín heimsótt
22.10.2018
Sjö nemendur í efstu þýskuáföngunum í FSu dvöldu ásamt kennara sínum, Brynju Ingadóttur, í Berlín dagana 28. september til 1. október sl. í blíðskaparveðri; sól og 15 – 20 °C.
Lesa meira
Íslenska í Office pakkann - leiðbeiningar
17.10.2018
Um þessar mundir eru margir nemenda FSu að niðurhala og setja Office pakkann á fartölvur sínar. Hér eru leiðbeiningar um hvernig hægt er að setja Íslensku á pakkann sem og að virkja íslenska leiðréttingu.
Lesa meira
Bleikur dagur
12.10.2018
Þann 12. október var bleiki dagurinn haldinn hátíðlegur í FSu. Starfsfólk mætti í bleikum fötum og búið var að skreyta skrifstofu, mötuneyti og kaffistofu. Starfsfólkið tók sig saman og bakaði bollakökur og seldi þær fyrir frjáls framlög til styrktar Árnesingadeild Krabbameinsfélagsins.
Lesa meira
FSu á grænni grein?
01.10.2018
FSu hefur um skeið tekið þátt í verkefni Landverndar sem nefnist Grænfáninn. Þetta er alþjóðlegt verkefni sem miðar að því að efla umhverfisvitund nemenda, kennara og starfsmanna skóla. Þátttökuskólar velja sér a.m.k. eitt þema og markmið tengdu þemanu til þess að vinna með.
Lesa meira
200 skólanefndarfundir
28.09.2018
Skólanefnd FSu fundar reglulega um ýmis málefni skólans og hefur gert frá upphafi. Síðasti fundur skólanefndar var merkilegur þar sem um var að ræða fund nr. 200. Á fundinum var farið yfir upphaf annar og það sem er framundan, reksturinn og fleira og formaður nemendaráðs fór yfir skipulag félagsstarfs nemenda í vetur.
Lesa meira
Innblástur í vettvangsferð
25.09.2018
Nemendur og kennari í "HÖNN"-áföngum í FSu fóru nýlega í vel heppnaða vettvangsferð á höfuðborgasvæðið.
Lesa meira
Víðförul verk
18.09.2018
Nemendur úr áfanganum Straumar og stefnur (MYND3SS05) lánuðu verk sín sem framlag FSu til listahátíðar í Rúmeníu sem fór fram dagana 2.- 7. sept. sl.
Lesa meira
Endurvinnsla og hönnun
17.09.2018
Nýlega fóru nemendur og kennari í áfanganum HÖNN2EH05, Endurvinnsla og hönnun, í innblástursleiðangur í Nytjamarkaðinn á Selfossi.
Lesa meira
Fjallgöngur á haustdögum
14.09.2018
Nemendur í fimm fjalla áfanganum, ÍÞRÓ2ÚF02, hefur farið í tvær göngur í byrjun annar. Fyrst var gengið í hlíðum Ingólfsfjalls en í þeirri seinni var gengið að ,,Kambagatinu" svokallaða.
Lesa meira