Fréttir

Kátir dagar og Flóafár

Miðvikudaginn 20. febrúar halda Kátir dagar innreið sína í FSu. Frá klukkan 10:30 þann dag verður skólastarfið brotið upp með ýmsum uppákomum á vegum nemenda, svo sem fyrirlestrum, námskeiðum, keppni í ýmsum greinum og afþreyingu af ýmsu tagi.
Lesa meira

Æft af kappi fyrir Gettu betur

Gettu betur lið FSu hefur æft af kappi undarfarnar vikur, en liðið mætir liði Fjölbrautaskólans í Garðabæ í sjónvarpssal föstudaginn 15. Febrúar kl. 20 í beinni útsendingu á RÚV.
Lesa meira

Dansað gegn ofbeldi í Iðu

Hin árlega dansbylting gegn kynbundnu ofbeldi – Milljarður rís fer fram í íþróttahúsinu IÐU þann 14. febrúar næstkomandi milli kl.12:15-13. Það er í fyrsta sinn sem þessi viðburður er haldinn á Selfossi.
Lesa meira

Nemendur á ferð í Slóvakíu

Í vikunni 28. janúar til 2. febrúar fór hópur með 6 nemendum og tveimur kennurum í námsferð til Slóvakíu. Evrópskur Erasmus-styrkur gerði það þessum hópi kleift að kanna nýtt land og nýja menningu sem er Íslendingum annars frekar óþekkt.
Lesa meira

Formaður Félags framhaldsskólakennara í heimsókn

Guðriður Arnardóttir, formaður Félags framhaldskólakennara,heimsótti skólann í liðinni viku og fundaði með kennurum. Með henni í för var Ingibjörg Karlsdóttir, sérfræðingur í vinnumati.
Lesa meira

Árshátíð NFSU

Árshátíð NFSu verður haldin 7. febrúar n.k. í Hvíta Húsinu á Selfossi. Maturinn hefst kl.19:30, en dansfjörið byrjar kl. 22:00 og stendur yfir til kl. 02:00. Um veislustjórn sjá stjörnu- og snapparaparið Gói sportrönd og Tinna BK.
Lesa meira

Fjölbreytt verkefni í vélvirkjun

Vélvirkjun er fjölbreytt og skemmtilegt nám sem kennt er við FSu. Sá glæsilegi árangur náðist nú við útskrift á haustönn 2018 að nemandi í vélvirkjun, Almar Óli Atlason, varð dúx skólans. Mun það vera í fyrsta skiptið sem dúx kemur af verknámsbraut. Aðstaðan til kennslu vélvirkjunar hefur tekið stökk fram á við með nýju húsnæði og má segja að FSu sé kominn í fremstu röð verknámskóla hvað tækjakost og verkefnavinnu varðar.
Lesa meira

Fjölbreytt verkefni í húsasmíði

Nemendur í áfanganum TRÉH2HS15 á húsasmíðabraut vinna margskonar fjölbreytt verkefni. Markmið áfangans er m.a. að kenna nemendum grunnatriði trésmíða með áherslu á þekkingu og færni í notkun handverkfæra og rafmagnsverkfæra.
Lesa meira

Háskólahermir - kynning í FSu

Kynningafundur vegna verkefnisins Háskólahermir verður haldinn í FSu á morgun, miðvikudag kl. 10:25 í stofu 210.
Lesa meira

FSu í 8 liða úrslit í Gettu betur

Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands er komið áfram í 8-liða úrslit Gettu betur eftir sigur á Menntaskólanum á Ísafirði í annari umferð keppninnar. Lokatölur voru 25-17 en FSu leiddi 15-11 eftir hraðaspurningar.
Lesa meira