Skemmtilegur siður

Glæsilegt kaffihlaðborð.
Glæsilegt kaffihlaðborð.

Sá skemmtilegi siður hefur skapast hjá starfsfólki skólans að vera með mánaðarlegt afmæliskaffi. Þá skiptist starfsfólki á að sjá um kaffihlaðborð og kemur með veigar að heiman.  Í liðinni viku var röðin komin að þeim starfsmönnum sem fæddir eru í stjörnumerkjunum Hrútur og Sporðdreki að vera með kaffið. Er óhætt að segja að starfsfólk hafi glaðst mikið þegar hlaðborðið blasti við, haustlegt og fallegt eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.