Vel sóttur kynningarfundur

Kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema var vel sóttur.
Kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema var vel sóttur.

Kynningarfundur fyrir forráðamenn og foreldra nýnema var haldinn í gær. Fundurinn sem er fastur liður á dagskrá skólans var afar vel sóttur, en um 170 manns mættu til að kynna sér starf skólans. Hópurinn fékk kynningu á starfi skólans, nemendafélagi, fóreldrafélagi, SKOH- hópnum og félags- og forvarnarfulltrúum. Því næst tóku Bragakennarar við og ræddu um innra starfið og svöruðu spurningum.