Hús yfirgefur Hamar

Ferðaþjónustuhús byggt af nemendum á húsasmíðabraut.
Ferðaþjónustuhús byggt af nemendum á húsasmíðabraut.

Ferðaþjónustuhús sem byggt var af nemendum síðastliðinn vetur var flutt af lóð skólans í vikunni. Nemendur á húsasmíðabraut byggðu húsið í samvinnu við BYKO.   Húsið sem var verið að afhenda  er ferðaþjónustuhús með fimm salernum, þar af eitt fyrir fatlaðra og þvottaaðstöðu og sturtum undir skyggni.  Húsið fór út í Þorlákshöfn þar sem það verður notað á tjaldstæðum bæjarins.