Nýjar skólasóknarreglur taka gildi frá og með haustönn 2019.

Nýjar skólasóknarreglur taka gildi frá og með haustönn 2019.  Sjá reglur hér: Skólasóknarreglur FSu

Helstu nýungar eru að nú sjá forráðaaðilar nemenda yngri en 18 ára og nemendur eldri en 18. ára um að skrá beint í Innu rafrænt ef þeir eru veikir eða verða fjarverandi samdægurs sbr. regla nr 2.

Það á ekki að hringja á skrifstofu skólans. Skráninguna þarf að framkvæma fyrir kl. 11:00 samdægurs. Ekki er hægt að skrá nemanda eftir það.

Fjarverukvóti er á öllum áföngum eftir stærð þeirra (2, 3, 4, 5, 8,9 einingar) eins og fram kemur í skjalinu í reglu nr. 5. Innan þess eru allar fjarvistir, hvort sem eru vegna veikinda, skrópa, læknisheimsókna, sjúkraþjálfunar og fjarvera vegna annarra tilfallandi aðstæðna. 

Vottorðum varðandi lengri veikinda skal skila áður en fjarverukvóti klárast, sjá reglu nr. 7.