Fréttir

FSu og Erasmus+

Á dögunum fór fram athöfn hjá Rannís, þar sem samningar um samstarfsverkefni skóla voru undirritaðir. Fjöldi umsókna eykst ár frá ári, en að þessu sinni voru 34 verkefni styrkt í flokknum skólaverkefni og er það metfjöldi. Af þeim 34 verkefnum sem styrkt voru árið 2018, eru 3 þeirra í FSu.
Lesa meira

Þýskur kennaranemi í heimsókn

Þriðjudaginn 11. september fengu nemendur í þýsku tækifæri til nota tungumálið þegar þeir fengu í heimsókn kennaranemann Lauru Eikenbusch frá Münster í Þýskalandi. Hún spjallaði við nemendur sem hlustuðu af athygli og nutu þess að fá að spreyta sig í tungumálinu.
Lesa meira

Haustferð í útivistaráfanga

Árleg haustferð útivistaráfangans yfir Fimmvörðuháls var farin í liðinni viku. Ferðin gekk vel enda var veðrið frábært og nemendahópurinn skipaður eintómum snillingum.
Lesa meira

Lestur er bestur - fyrir vísindin

Bókasafnsdagurinn er haldinn hátíðlegur á bókasöfnum víða um land þann 7. september. Yfirskrift dagsins er að þessu sinni Lestur er bestur – fyrir vísindin.
Lesa meira

Gestakennarar í hárdeildinni í Hamri

Á dögunum fékk grunndeild hársnyrtiiðnar þær Elínu Gestsdóttur og Viktoríu Venus, sem eru hársnyrtar à Bylgjum og Börtum í heimsókn og sáu þær um kennslu í stríputækni.
Lesa meira

Fab Lab – hvað er það?

FSu býður nú í fyrsta skipti upp á áfanga í svo kölluðu Fab Lab. Fab Lab kemur af ensku orðunum Fabrication Laboratory og er eins konar framleiðslu tilraunastofa og stafrænt verkstæði. Hugmyndin á rætur sínar að rekja til Center for Bits and Atoms hjá MIT háskólanum í Massachusetts í Bandaríkjunum.
Lesa meira

Góð skógjöf

Vélaverkstæði Þóris gaf skólanum nýverið 14 pör af öryggisskóm fyrir nemendur í grunndeild bíliðna,- málmiðna og vélvirkja. Skórnir nýtast við suðukennslu og auka á öryggi nemenda þegar unnið er í verklegum tímum.
Lesa meira

Sigursveinn leysir af sem skólameistari

Sigursveinn Sigurðsson verður starfandi skólameistari skólaárið 2018-2019 í fjarveru Olgu Lísu Garðarsdóttur, sem er í námsleyfi. Sigursveinn hefur starfað við FSu frá árinu 2006. Hann hefur kennt spænsku auk þess að vera sviðsstjóri tungumála og félagsgreina. Hann hefur, auk spænskunáms, lokið M.Ed. námi frá St. Francis Xavier University í Kanada. Þá hefur hann stundað nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands.
Lesa meira

Upphaf haustannar 2018

Skólaárið hefst á nýnemadegi sem verður mánudaginn 20. ágúst. Nýnemar munu þá fá afhentar stundaskrár, fá kynningu á skólanum, tölvukerfunum, nemendafélaginu og fleira. Dagskráin hefst kl. 08:30 og lýkur í síðasta lagi kl. 13:45. Nemendur fylgist með tímatöflu Strætó vegna heimferðar.
Lesa meira

Rafrænar töflubreytingar mánudaginn 20. ágúst

-Mánudaginn 20. ágúst kl. 09.00 opnar Inna og nemendur geta skoðað stundatöflur sínar. Kennsla hefst samkvæmt stundarskrá, þriðjudaginn 21. ágúst kl. 8:15. -Nemendur eru beðnir að athuga sérstaklega vel hvort þeir hafi þar hæfilegan fjölda eininga. Fullt nám miðast við 30 einingar á önn og því ættu nemendur sem ætla sér að vera í fullu námi að miða við þann einingafjölda. -Einstaka nemendur hafa fengið of fáar einingar í stundatöflur sínar. Yfirleitt er skýringin sú að þeir áfangar sem nemandi valdi passa ekki saman í stundatöflu og/eða að nemandi hafi ekki valið nægilega marga varaáfanga.
Lesa meira