Undanúrslit Gettu betur í kvöld

Hannes Stefánsson, Stefán Hannesson, Guðný Von Jóhannesdóttir, Sólmundur Sigurðarson, Svavar Daðason…
Hannes Stefánsson, Stefán Hannesson, Guðný Von Jóhannesdóttir, Sólmundur Sigurðarson, Svavar Daðason og Jakob Heimir Burgel.

FSu mætir Kvennaskólanum í Reykjavík í undanúrslitum Gettu betur í beinni útsendingu á RÚV í kvöld. Keppnin fer fram í Austurbæ og hefst útsendingin kl. 19:45. Liðið sem sigrar mætir svo Menntaskólanum í Reykjavík í næstu viku.

Við hvetjum alla til að setjast við sjónvarpstækin og fylgjast með okkar flotta liði. Áfram FSu!

Lið FSu skipa þau Guðný Von Jóhannesdóttir, Sólmundur Magnús Sigurðarson og Svavar Daðason. Þjálfarar eru: Stefán Hannesson og Jakob Heimir Burgel, en einnig nýtur liðið aðstoðar þeirra Hrafnhildar Hallgrímsdóttur og Hannesar Stefánssonar.