Heimsókn frá Eistlandi

Eistneski hópurinn fyrir framan skólann.
Eistneski hópurinn fyrir framan skólann.

17 manna hópur skólafólks frá Eistlandi heimsótti FSu miðvikudaginn 6. mars. Þetta voru skólastjórnendur og starfsfólk eistneska menntamálaráðuneytisins sem eru hér á landi til að kynna sér íslenska skólakerfið. Hópurinn fékk kynningu á skólanum og námsframboði hans auk þess sem gengið var um húsnæði skólans og voru gestirnir sérstaklega áhugasamir um tengsl bóknáms og verknáms og sveigjanleikann sem íslenska áfangakerfið býður upp á.