Raddir sunnlenskra ungmenna

Leiklistarnemendur í FSu og Unglingakór Selfosskirkju.
Leiklistarnemendur í FSu og Unglingakór Selfosskirkju.

Nemendur í leiklist í FSu og Unglingakór Selfosskirkju hafa á vorönn unnið að undirbúningi tónleika sem haldnir verða í Selfosskirkju sunnudaginn 7. apríl kl. 20. Yfirskrift tónleikanna er "Raddir ungmenna". Stjórnendur eru Eyrún Jónasdóttir og Guðfinna Gunnarsdóttir. 

Vinnan hófst í janúar og nú er komið að því að sýna afraksturinn. Unnið var með hugmyndir og skoðanir ungmenna um lífið og tilveruna og hvernig þau sjá heiminn og endurspegla tónleikarnir þá vinnu.