Íslandsmót iðn- og verkgreina

Nemendur í FSu kepptu í ýmsum verkgreinum.
Nemendur í FSu kepptu í ýmsum verkgreinum.

Íslandsmót iðn- og verkgreina í framhaldsskólum var haldið í Laugardalshöll um helgina.

FSu átti fulltrúa meðal keppenda en eftirfarandi nemendur skólans tóku þátt:

Rafvirkjun: Brynjar Jón Brynjarsson og Dagbjört Rut Kjaran Friðfinnsdóttir.

Trésmíði: Hallgrímur Þorgilsson.

Hönnun vökvakerfa: Róbert Máni Pétursson og Sveinn Bergsson.

Málmsuða: Anton Gunnlaugur Óskarsson og Bartlomiej Lacek.

Nemendur æfðu sig fyrir keppnina með kennurum sínum og má segja að þátttaka í keppni sem þessari sé mikil og góð reynsla fyrir nemendur.

  

Tveir nemendur fengu verðlaun í sínum greinum. Sveinn Bergson lenti í 3. sæti í keppni í hönnun vökvakerfa, en þar þurfti að teikna upp þrjú vökvakerfi í Fluid Sim og láta þau virka. Bartlomiej Lacek lenti í 3. sæti  í keppni í málmsuðu, en verkefnið snerist um að soðið var með MIG og pinna í plötu og einnig soðið rör í 45° í TIG aðferðinni.