Unnu liðakeppni í hestaíþróttum

Lið FSu á framhaldsskólamótinu í hestaíþróttum.
Lið FSu á framhaldsskólamótinu í hestaíþróttum.

Lið FSu sigraði liðakeppni á framhaldsskólamótinu í hestaíþróttum sem fór fram 23. mars í Samskipahöllinni í Kópavogi. Þar voru átta keppendur frá FSu sem stóðu sig frábærlega. Fyrirkomulag mótsins var með því sniði að keppt var í 4 greinum, tölti, fjórgangi, fimmgangi og slaktaumatölti.

Haldin var úrtaka fyrr í mars í Fákaseli fyrir framhaldsskólamótið þar sem eftirfarandi keppendur komust áfram með sína hesta:

Dagbjört Skúladóttir, Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir, Kristín Hrönn Pálsdóttir, Stefán Thor Leifsson,  Svandís Rós Jónssdóttir , Svanhildur Guðbrandsdóttir, Thelma Dögg Tómasdóttir og Vilborg Jónsdóttir.

Aðeins þrír keppendur mega keppa í hverjum flokki frá hverjum skóla og átti FSu knapa í öllum úrslitum. Hver knapi safnar stigum fyrir sitt lið með árangri sínum.