Líf og fjör á Starfamessu
			
					11.04.2019			
	
	Það var ys og þys á Starfamessu í Hamri, verknámshúsi FSu í vikunni, þegar grunnskólanemendur af Suðurlandi og aðrir gestir kynntu sér hvað þeim stendur til boða meðal sunnlenskra fyrirtækja, eftir nám í verk-, tækni- og iðngreinum.
Á messunni sameinast fyrirtæki og skólar um að kynna sig og sínar náms- og atvinnugreinar á líflegan og spennandi hátt.
Markmið messunnar er að kynna fyrir tilvonandi og núverandi framhaldsskólanemum hvað þeim stendur til boða þegar kemur að störfum á Suðurlandi Er óhætt að segja að viðburðurinn hafi heppnast vel.
Fleiri myndir frá messunni má nálgast á fésbókarsíðu skólans.
				






