Efnilegt tónlistarfólk í FSu

Hljómsveitin No sleep: Gylfi Þór Ósvaldsson rafgítar, Jakob Unnar Sigurðarson rafbassi, Valgarður Un…
Hljómsveitin No sleep: Gylfi Þór Ósvaldsson rafgítar, Jakob Unnar Sigurðarson rafbassi, Valgarður Uni Arnarson rafgítar og Þröstur Ægir Þorsteinsson trommur.

Hljómsveitin No sleep sem skipuð er fjórum nemendur úr FSu er komin áfram í Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskólanna og fær tækifæri til að spila á lokahátið Nótunnar í Hofi á Akureyri 6. apríl. Svæðistónleikar Nótunnar fyrir Suðurland, Suðurnes og Kragann var haldin nýlega og átti Tónlistarskóli Árnesinga fjögur atriði á dagskrá. Á tónleikunum kepptu tónlistarskólanemendur um þátttökurétt á lokatónleikum Nótunnar

Hljómsveitina skipa Gylfi Þór Ósvaldsson rafgítar, Jakob Unnar Sigurðarson rafbassi, Valgarður Uni Arnarson rafgítar og Þröstur Ægir Þorsteinsson trommur. Þeir léku lagið Something eftir George Harrison.