Fréttir

Hespuhúsið heimsótt

Nemendur í HÖTE3HH, Hönnun og þráðlist, fóru nýverið í vettvangsferð og heimsóttu Hespuhúsið, jurtalitavinnustofu sem staðsett er í Ölfusi. Þar tók Guðrún Bjarnadóttir á móti nemendum og kynnti fyrir þeim jurtalitun.
Lesa meira

Opið hús í FSu

Þriðjudaginn 16. mars verður opið hús í FSu kl. 16:30 - 18:00. Þá verður hægt að skoða skólann, aðstöðuna og hitta kennslu- og fagstjóra auk námsráðgjafa og stjórnendur. Heitt verður á könnunni. Nemendur 10. bekkjar og aðstandendur, bæði úr grunnskóla og aðstandendur 1. árs nemenda í FSu eru sérstaklega boðnir velkomnir. Verið hjartanlega velkomin
Lesa meira

Áfangamessa vorið 2021

Nú þarf að huga að vali á áföngum fyrir haustönn 2021. Inni í OneNote skjali er kynning á námsframboði í FSu (sjá hlekk á forsíðu) . Við bendum sérstaklega á efstu síðuna: LEIÐBEININGAR VALS. Þar er ítarlega farið yfir hvernig maður velur áfanga fyrir næstu önn.
Lesa meira

Vetrarleikar FSu 2021

Vetrarleikar FSu voru haldnir á félagssvæði Hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi fimmtudaginn 18. febrúar í frábæru veðri. Sem fyrr kom það í hlut nemenda á fyrsta ári á hestabraut að sjá um mótið og bera ábyrgð á öllum undirbúningi og framkvæmd þess.
Lesa meira

Undirbúningur útskriftar

Fyrsti fundur fyrir verðandi útskriftarnemendur á starfsbraut var haldinn 10. febrúar á Innu. Guðrún Jóna Ingvarsdóttir, Jón Ingi Guðfinnsson og Kristófer Agnarsson, sátu spennt við tölvuna og tóku við upplýsingum frá Sigursveini Sigurðssyni, aðstoðarskólameistara varðandi fyrirkomulag útskriftar, enda um spennandi tímamót að ræða.
Lesa meira

Brúsasaga

FSu hefur undanfarin ár unnið að því að huga að umhverfismálum í starfi skólans og tekur þátt í verkefninu Græn skref í ríkisrekstri og er Grænfánaskóli. Nýverið ákvað skólinn í samráði við umhverfisnefnd að gefa öllu starfsfólki vatnsbrúsa. Hugsunin er að fólk sé með brúsana í vinnunni og noti. Þetta ýtir undir vatnsdrykkju og minnkar uppvask og vinnu.
Lesa meira

Listaverk í hársnyrtiiðn

Fjölbrautaskóli Suðurlands býður upp á nám í hársnyrtiiðn. Námið er sex annir og geta nemendur tekið fjórar af þeim hér í skólanum. Námið er skapandi og skemmtilegt og atvinnumöguleikar að því loknu mjög góðir.
Lesa meira

Fréttir frá körfuboltaakademíu FSu

Selfoss Karfa kynnir með stolti verkefni sem unnið hefur verið að undanfarna 12 mánuði með Real Betis á Spáni. Um er að ræða samning um náið samstarf þessara tveggja félaga við uppbyggingu ungra og efnilegra leikmanna til að undirbúa þá fyrir hæsta getustig körfuboltans. Félögin munu vinna að sameiginlegri, faglegri sýn er varðar liðsuppbyggingu, umgjörð, þróun leikmanna frá öllum hliðum og hinum æðri markmiðum körfuboltans.
Lesa meira