Brúsasaga

Brúsarnir voru merktir í FabLabi skólans.
Brúsarnir voru merktir í FabLabi skólans.

FSu hefur undanfarin ár unnið að því að huga að umhverfismálum í starfi skólans og tekur þátt í verkefninu Græn skref í ríkisrekstri og er Grænfánaskóli.  

Nýverið ákvað skólinn í samráði við umhverfisnefnd að gefa öllu starfsfólki vatnsbrúsa. Hugsunin er að fólk sé með brúsana í vinnunni og noti. Þetta ýtir undir vatnsdrykkju og minnkar uppvask og vinnu.

 

 

Skapandi fólk innan skólans fékk þá hugmynd að láta merkja brúsana og útfærði Agnes Snorradóttir, náms- og starfsráðgjafi merkinguna í samráði við Magnús Stephensen Magnússon, FabLabstjóra. Brúsarnir voru svo merktir í FabLabi skólans. Útkoman er mjög skemmtileg. Sannkallað innanhúsverkefni sem eykur hollustu og sparar orku.  

Umhverfisstefnu skólans má skoða hér