Fréttir

MIKILVÆGI ÞVERFAGLEGRA SAMSKIPTA Í NÁMI

Þverfagleg samskipti milli ólíkra eða líkra námsgreina færast í aukana í framhaldsskólum. Enda er hvatt til þess í opinberri námskrá að finna flöt á slíku samstarfi. Víða má finna þetta samstarf í kennslu FSu eins og í verknámi þar sem tré, vél og rafvirkjun vinna vel sama og í íslensku þar sem skapandi skrif og leiklist eiga virka samleið. Leiðirnar eru margar að öflugum og þverfaglegum samskiptum en það sem mestu máli skiptir er að sveigjanleiki sé til staðar í kerfinu til skapa jarðveg fyrir slíku samstarfi.
Lesa meira

BÆTT NÁMSFRAMBOÐ OG AÐSTAÐA Á LITLA HRAUNI

Alkunna er að Fjölbrautaskóli Suðurlands sinnir kennslu fanga á Litla Hrauni og að Sogni. Það hefur skólinn gert í áratugi og kennslustjóri er Gylfi Þorkelsson. Aðstaðan til kennslunnar er ekki sambærileg fullbúnu skólahúsnæði og ræðst því námsframboðið talsvert af því.
Lesa meira

HEILMIKILL KRAFTUR Í VÉLVIRKJADEILD FSu

Sveinspróf í VÉLVIRKJUN var haldið í FSu dagana 10. til 12. september. Fimm nemendur þreyttu prófið sem skiptist í fjóra hluta. Fyrst var tekið tveggja tíma skriflegt próf úr öllu námsefni síðustu þriggja ára með fjölbreyttum spurningum þar á meðal um burðarþol stáls og um réttindi og skyldur á vinnustað. Þá var hafist handa við smíðina og unnið í rennibekk og fræsara. Að lokum voru tekin suðupróf, bilanagreiningarpróf á stórri díselvél og framkvæmdar slitmælingar á vélum.
Lesa meira

JÖKLAR EINS OG ÍSPINNAR Í SÓLINNI

Fullyrða má að í námi nemenda hefur áhersla aukist á að örva skapandi hugsun á öllum skólastigum. Er það á pari við þá þróun sem orðið hefur í kennsluháttum og viðhorfum til náms á tímum upplýsingatækni í skólastarfi. Staðreyndabundna þekkingu er ekki eins mikilvægt að kenna og áður var. Nemendur sækja sér hana eftir margvíslegum leiðum á rafrænu formi. Þess vegna er í auknum mæli lögð áhersla á FÆRNI og HÆFNI til að vinna úr upplýsingum, túlka og skapa.
Lesa meira

NEMENDUR FSu SÆKJA GULLKISTUNA HEIM

Vettvangsferðir eru mikilvægar í öflugu skólastarfi. Nauðsynlegt er að ýta nemendum út úr kennslustofunni með reglubundnum hætti og bjóða þeim að skoða atvinnulíf og listalíf sem býr utan skólastofunnar. Hitta fólk og fyrirtæki, fara í leikhús, hnusa af nýsköpun og náttúru.
Lesa meira

TENGSL SKÓLASTARFS OG ATVINNULÍFS

Gjafir berast reglulega skólastarfinu í FSu. Að baki þeim býr stuðningur frá fyrirtækjum og félagasamtökum í þeim tilgangi að efla menntunina sem þar fer fram og uppfæra tæki og tækni sem eru í stöðugri þróun. Það er mikilvægt að atvinnulíf og öflugt skólastarf séu í gagnvirku og skilningsríku sambandi og segja má að gjafir af þessu tagi séu táknmynd þessa samstarfs.
Lesa meira

STÆRÐFRÆÐIKEPPNI FRAMHALDSSKÓLANEMA

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema fer fram klukkan 8:15 þriðjudaginn 28. september í húsnæði IÐU í stofu 5.
Lesa meira

ALLT SEM VIÐKEMUR HÁRI, HÖFUÐLAGI OG LÍKAMSBYGGINGU

Með nýju verknámshúsi FSu sem kallast HAMAR og tekið var í notkun árið 2017 jókst framboð á fjölbreyttu iðn- og starfsnámi við skólann. Nú eru starfræktar sex slíkar námsbrautir: grunnnám matvæla- og ferðagreina, grunnnám hársnyrtiiðnaðar, húsasmíðabraut, rafvirkjabraut, sjúkraliðabraut og vélvirkjabraut.
Lesa meira

SAMSTILLTUR OG JÁKVÆÐUR NEMENDAHÓPUR

Fullyrðingin Heilbrigð sál í hraustum líkama á prýðilega við í starfi FSu. Og jafnvel þótt hún sé sögð á latínu Mens sana in corpore sano og rakin til rómverska skáldsins Juvenal sem uppi var 200 árum fyrir krist. Þetta vita þeir sem stunda göngur og hlaup, sund og jóga og yfirleitt alla almenna útvist og hreyfingu. Í íþróttaáfanganum útivist og fjallgöngur eða ÍÞRÓ2ÚF02 er hlúð að þessari grundvallarstaðreynd. Þar er farið í fimm fjallgöngur á önn auk þess sem ratvísi er kennd, umgengni við náttúruna og hvernig á að klæða sig til fjalla.
Lesa meira

INNILEGAR HAMINGJUÓSKIR MEÐ FJÖRUTÍU ÁRA AFMÆLIÐ FSu

RÓÐURINN VAR ERFIÐUR EN UNDURSAMLEGUR segir Heimir Pálsson fyrsti skólameistari FSu í tilefni af 40 ára afmæli FSu Fjölbrautaskóli Suðurlands á fjörutíu ára starfsafmæli í dag, mánudaginn 13. september. Mega allir Sunnlendingar óska skólanum og því starfi sem þar hefur verið ræktað innilega til hamingju því heill og hamingja, menntun, manngildi og velferð hefur fylgt þessu skólastarfi frá upphafi vega. Fullyrða má að stofnun skólans haustið 1981 sé einn af hornsteinum í uppbyggingu þessa svæðis sem nær úr vestri frá Þorlákshöfn og til austurs alla leið í Vestur-Skaftafellsýslu.
Lesa meira