Listaverk í hársnyrtiiðn

Nemendur í hársnyrtiiðn gerðu þessar fallegu grímur.
Nemendur í hársnyrtiiðn gerðu þessar fallegu grímur.

Fjölbrautaskóli Suðurlands býður upp á nám í hársnyrtiiðn. Námið er sex annir og geta nemendur tekið fjórar af þeim hér í skólanum. Námið er skapandi og skemmtilegt og atvinnumöguleikar að því loknu mjög góðir. Megináhersla í listnámi sem þessu er að þjálfa saman hug og hönd og er ýmislegt gert til þess eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Þessar fallegu grímur eru hönnun nemenda á 2. önn hársnyrtideildar og eru greinilega framtíðarlistamenn þarna á ferð. Kennari deildarinnar er E. Arna Árnadóttir.