Hespuhúsið heimsótt

Guðrún Bjarnadóttir sýndi nemendum hvernig jurtir eru notaðar til að lita efni.
Guðrún Bjarnadóttir sýndi nemendum hvernig jurtir eru notaðar til að lita efni.

Nemendur í HÖTE3HH, Hönnun og þráðlist, fóru nýverið í vettvangsferð og heimsóttu Hespuhúsið, jurtalitavinnustofu sem staðsett er í Ölfusi. Þar tók  Guðrún Bjarnadóttir á móti nemendum og kynnti fyrir þeim  jurtalitun.  Hún var með ýmislegt í pottunum sem hún sýndi eins og hýði af lauk, rabbarbararót og lúpínu. Nemendur fengu fræðslu um efnisnotkun og aðferðir við jurtalitun á garni. Mjög fróðleg og skemmtileg ferð. Kennari í hönnun og þráðlist er Guðbjörg Bergsveinsdóttir.