Fréttir
Jólafundur HNOSS
08.12.2017
Í febrúar á þessu ári tóku náms-og starfsráðgjafar á Suðurlandi sig saman og stofnuðu formlega félagsskapinn HNOSS. Hópur náms- og starfsráðgjafa á Suðurlandi. Síðan í febrúar hafa þeir hist fjórum sinnum víða um Suðurland. Í hópnum eru 17 náms-og starfsráðgjafar sem starfa við náms- og starfsráðgjöf í skólum og í öðrum stofnunum á Suðurland. Tilgangur með félagsskapnum er að efla tengslin milli náms- og starfsráðgjafa og þeirra stofnana sem þeir vinna við.
Lesa meira
Vefur FSu í efsta sæti yfir vefi framhaldsskóla
05.12.2017
Annað hvert ár er gerð úttekt á opinberum vefjum ríkisstofnana og sveitafélaga með tilliti til innihalds, nytsemi, aðgengi, þjónustu og lýðræðislegrar þátttöku. Nýlega var kynnt niðurstaða fyrir úttekt 2017 og þar er vefur FSu í 31 sæti yfir alla vefi og í efsta sæti yfir vefi framhaldsskóla með 90 stig af 100 mögulegum
Lesa meira
Jólakaffi og stemning
01.12.2017
Desember byrjar með jólakósíheitum hjá starfsfólki FSu. Kaffistofa kennara hefur verið skreytt hátt og lágt af starfsmönnum fæddum í nóvember og desember, en sömu starfsmenn buðu upp á jólakaffihlaðborð í byrjun mánaðarins.
Lesa meira
Tækjadagur í vélvirkjun
29.11.2017
Nýlega var haldinn var tækjadagur í FSu þar sem nemendur á fimmtu önn í vélvirkjun fengu að koma með tækin sín til skoðunar og viðgerðar í skólanum
Lesa meira
Skólafundur
28.11.2017
Árlegur skólafundur FSu var haldinn þriðjudaginn 21. nóvember síðastliðinn. Þetta er samráðsfundur alls starfsfólks skólans, kennara, nemenda og annarra starfsmanna.
Lesa meira
Góður árangur og gleði á Leiktu betur
21.11.2017
Nýverið tók lið FSu þátt í spunakeppninni Leiktu betur í Borgarleikhúsinu þar sem mikil gleði og hæfileikar komu saman. En við ættum kannski að byrja á því að segja smá frá keppninni sjálfri. Leiktu betur er spunakeppni framhaldsskólanna en keppnin gengur út á það að 4-manna lið frá hverjum skóla skiptast á að flytja stutt spunaleikrit á staðnum. Það gjarnan er spunnið með ákveðnum stíl og/eða orði frá áhorfendum. Dæmi um þetta væri: Elliheimilaspuni með söngleikjastíl.
Lesa meira
Verktækni við byggingar skoðuð
17.11.2017
Nemendur í áfanganum verktækni grunnnáms, sem eru nemar sem eru að leggja af stað í nám tengt bygginga- og mannvirkjagreinum heimsóttu Ella og félaga í JÁ Verk, þar sem þeir voru að slá upp mótum og fleira tengt byggingu íbúða fyrir eldri borgara á Suðurlandi.
Lesa meira
Ástráður heimsækir ERGÓ
16.11.2017
Í nýnemaáfanganum Ergó fengum við tvær áhugaverðar heimsóknir síðustu daga:
Læknanemar á öðru ári við HÍ standa fyrir sjálfboðaverkefni sem heitir Ástráður sem felst í kynfræðslu fyrir nýnema. Þar er fjallað um mikilvægi sjálfsþekkingar, virðingar og samþykkis á þessu sviði og hvernig koma megi í veg fyrir kynsjúkdómasmit og ótímabærar þunganir. Sjá nánar á: http://astradur.is/
Lesa meira







