Fréttir

Skólafundur

Árlegur skólafundur FSu var haldinn þriðjudaginn 21. nóvember síðastliðinn. Þetta er samráðsfundur alls starfsfólks skólans, kennara, nemenda og annarra starfsmanna.
Lesa meira

Góður árangur og gleði á Leiktu betur

Nýverið tók lið FSu þátt í spunakeppninni Leiktu betur í Borgarleikhúsinu þar sem mikil gleði og hæfileikar komu saman. En við ættum kannski að byrja á því að segja smá frá keppninni sjálfri. Leiktu betur er spunakeppni framhaldsskólanna en keppnin gengur út á það að 4-manna lið frá hverjum skóla skiptast á að flytja stutt spunaleikrit á staðnum. Það gjarnan er spunnið með ákveðnum stíl og/eða orði frá áhorfendum. Dæmi um þetta væri: Elliheimilaspuni með söngleikjastíl.
Lesa meira

Verktækni við byggingar skoðuð

Nemendur í áfanganum verktækni grunnnáms, sem eru nemar sem eru að leggja af stað í nám tengt bygginga- og mannvirkjagreinum heimsóttu Ella og félaga í JÁ Verk, þar sem þeir voru að slá upp mótum og fleira tengt byggingu íbúða fyrir eldri borgara á Suðurlandi.
Lesa meira

Ástráður heimsækir ERGÓ

Í nýnemaáfanganum Ergó fengum við tvær áhugaverðar heimsóknir síðustu daga: Læknanemar á öðru ári við HÍ standa fyrir sjálfboðaverkefni sem heitir Ástráður sem felst í kynfræðslu fyrir nýnema. Þar er fjallað um mikilvægi sjálfsþekkingar, virðingar og samþykkis á þessu sviði og hvernig koma megi í veg fyrir kynsjúkdómasmit og ótímabærar þunganir. Sjá nánar á: http://astradur.is/
Lesa meira

Starfsfólk prjónar veggrefil

Starfsfólk FSu keppist þessa dagana við skemmtilegt prjónaverkefni. Á fundum, á kaffistofunni og jafnvel í vinnuherbergjum kennara má sjá litla garnpoka á víð og dreif ásamt prjónuðum garðaprjónslengjum.
Lesa meira

Örnámskeið í námstækni: próf og prófaundirbúningur

Miðvikudaginn 15. nóvember kl. 12:20- 12:50 bjóða náms- og starfsráðgjafar upp á örnámskeið í námstækni vegna prófaundirbúnings. Námskeiðið fer fram í stofu 310.
Lesa meira

Góður árangur í Boxinu

Lið FSu tók um helgina þátt í úrslitum í Boxinu, framkvæmdakeppni framhaldsskólanna. Úrslitakeppnin fór að venju fram í húsakynnum Háskólans í Reykjavík. Lið FSu stóð sig með mikum ágætum og uppskar fyrir vikið þriðja sæti. Liðið skipuðu Leó Snær Róbertsson, Dagur Snær Elísson, Karólína Ívarsdóttir, Álfheiður Österby og Harpa Svansdóttir.
Lesa meira

Magdalena vann

Magdalena Eldey Þórsdóttir kom, sá og sigraði Söngkeppni FSu sem haldin var í Iðu fimmtudaginn 9. nóvember, en hún flutti Amy Winehouse lagið Back to black.
Lesa meira