Rafiðnaðardeild fá kynningu á ljósleiðurum
			
					15.03.2018			
	
	Nemendur á fjórðu önn grunndeild rafiðna fóru ásamt kennara í heimsókn til TRS á Selfossi og fengu kynningu og kennslu í meðferð ljósleiðara og notkun þeirra. Settur var saman ljósleiðari og gæði samsetningarinnar mæld. Farið var í bilanaleit á ljósleiðurum og uppsetningar.
 
Frá TRS komu Gunnar Bragi Þorsteinsson framkvæmdastjóri og Sverrir Daði Þórarinsson tæknimaður. Þökkum við þeim fyrir frábærar móttökur.
	
				






