Fréttir

Stærðfræðikeppni framaldsskólanemenda þriðjudag klukkan 9 - allar upplýsingar komnar

Stærðfræðikeppni framaldsskólanemenda - rafræn prufukeppni opin um helgina - keppniskrækja kynnt
Lesa meira

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema, þriðjudaginn 13 október kl. 9-11:30 RAFRÆNT

STAK - stærðfræðikeppni framhaldsskólanema verður rafræn í ár. Keppnin verður haldin rafrænt samtímis um allt land þriðjudaginn 14. október.
Lesa meira

Tímabundin viðbót við skólareglur FSu

Tímabundin viðbót við skólareglur Fjölbrautaskóla Suðurlands sem gildir meðan á sérstökum sóttvarnarráðstöfunum stendur í skólanum vegna COVID-19 faraldursins: Skólameistara er heimilt að meina nemanda aðgang að skólahúsnæðinu hafi viðkomandi ekki farið að tilmælum og reglum um umgengni um sóttvarnarhólf skólans, ekki virt fjarlægðarmörk eða brotið reglur um sóttvarnir á annan hátt í skólanum.
Lesa meira

Jöfnunarstyrkur

Umsóknarfrestur um jöfnunarstyrk vegna haustannar 2020 er til 15. október næstkomandi.
Lesa meira

Fyrirkomulag kennslu til 19. október

Nú liggur fyrir með hvaða hætti kennslan verður næstu vikur eða fram til 19. október. 1. Allt bóknám verður rafrænt - nemendur mæta ekki í skólann. Bóklegu tímarnir eru kenndir skv. stundaskrám í Innu. Kennarar verða til taks fyrir nemendur á þeim tímum. 2. Það eru einhverjar undantekningar á því og þá gilda skilaboð sem kennarar senda til nemenda beint úr Innu.
Lesa meira

Góðar upplýsingar

Nýtt upplýsingaskilti hefur verið sett á gula lyftustokkinn í Odda. Þar má finna nýjar og uppfærðar upplýsingar um hvar nemendur geti leitað sér aðstoðar bjáti eitthvað á, hér innanhúss, í nærumhverfi og fjærumhverfi. Ágústa Ragnarsdóttir, myndlistarkennari og Magnús Stephensen Magnússon, fablabstjóri eiga heiðurinn að hönnun, framkvæmd og uppsetningu
Lesa meira

Heimavist opnuð við FSu

Undirritaður hefur verið samningur milli FSu og Valdimars Árnasonar eiganda Selfoss Hostel um að rekin verði heimavist fyrir skólann að Austurvegi 28 Selfossi.
Lesa meira

Góðir endurfundir

Síðastliðinn fimmtudag fengu starfsbrautarnemendur að koma aftur í Votmúla í fyrsta sinn frá því COVID byrjaði. Þessi mynd var tekin þegar Ingimar Sigurðsson og vinur hans Brjánn, hittust aftur í fyrsta sinn eftir langa fjarveru. Það var erfitt að greina á milli hver var ánægðari með endurfundinn strákurinn eða hesturinn.
Lesa meira

Fjallgöngur í Fjölbraut

Á þessari önn vill svo til að tveir mismunandi fjallgönguáfangar eru kenndir. Annar áfanginn hefur nú þegar lokið sínum göngum, einni göngu á Ingólfsfjall og annari þar sem gengið var yfir Fimmvörðuháls.
Lesa meira

Nýjung hjá námsráðgjöf FSu

Nú geta nemendur hitt námsráðgjafa í nýrri og notalegri vinnustofu fyrir framan stofu 201. Endilega grípið tækifærið og látið sjá ykkur.
Lesa meira