FSu í úrslit Gettu betur

FRÁBÆR sigur FSu í spurningaþættinum Gettu betur í kvöld 31 stig gegn 26 á móti austfirsku heiðursfólki í VA og liðið okkar er komið í Hljómahöllina í Keflavík í úrslitaviðureign gegn gamla Skálholtsskólanum MR um næstu helgi.

Þegar spólað er til baka í svörum liðsins í kvöld eru liðin jöfn eftir hraðaspurningar 15 – 15 en í bjölluspurningum er það meðal annars svörin lavander, Dorrit Moussajef, stígvél og Wellington, höfrungur, Donald Clover eða Childish Gambino, majó og táknmálsfréttir sem skapa sigurinn.

Stórkostleg frammistaða og liðsheildin mögnuð með útgeislun og X-faktora í öllum sætum. Innilega til hamingju Elín Karlsdóttir, Ásrún Aldís Hreinsdóttir og Heimir Árni Erlendsson og ekki síst þjálfarinn Stefán Hannesson : - )

jöz.