Fréttir

LEIKFÉLAG FSu ENDURVAKIÐ

Nú hefur Leikfélag FSu verið endurvakið eftir langan veirusvefn en hefð hefur verið fyrir því í starfi skólans að setja upp leiksýningar. Þetta eru mikil gleðitíðindi. Og uppskeran eftir því: frumsamin gamansöngleikur sem ber nafnið Á bak við tjöldin. Höfundar verksins eru fjórir nemendur FSu: Hanna Tara Björnsdóttir, Helga Melsted, Sigríður Fjóla Þórarinsdóttir og Svala Norðdahl. Jafnframt því að semja verkið saman leikstýra þær því einnig og leika burðarhlutverk.
Lesa meira

VETRARLEIKAR FSu ERU SKEMMTILEG HEFÐ

Góð þátttaka var á Vetrarleikum Hestabrautar FSu sem fóru fram 3. mars síðastliðinn. Segja má að Unnsteinn Reynisson frá Hurðarbaki í Flóa hafi rúllað vetrarleikum ársins upp að þessu sinni á gæðingnum Styrk frá sama bæ. Það var erfitt færi og mikil hálka sem reyndi mikið á knapana sem urðu að ríða eftir aðstæðum. Kristín Hrönn Pálsdóttir frá Dverghamri í Flóa, á hestinum Gaumi frá Skarði, varð í öðru sætið og Sunna Lind Sigurjónsdóttir, frá Efstu-Grund undir Eyjafjöllum, endaði þriðja á Sókrates frá Árnanesi. Sunna Lind hlaut einnig reiðmennskuverðlaunin frá hestavöruverslun Baldvins og Þorvaldar.
Lesa meira

LJÓMÞOKAN Í SVERÐI ÓRÍONS

STJÖRNUFRÆÐI er kennd við FSu og sér raungreinakennarinn Hekla Þöll Stefánsdóttir um hana. Því má bæta við að sjálf lauk Hekla stúdentsprófi frá skólanum fyrir nokkrum árum. Að hennar frumkvæði fjárfesti skólinn í stjörnusjónauka sem víkkar út og byltir kennslunni. Nemendur fengu að prófa sjónaukann í fyrsta sinn að kvöldi 8. apríl og að Heklu sögn tókst sá gjörningur mjög vel „þrátt fyrir að það dimmi núna seint og það sé mjög kalt í lofti” bætir hún við. „Nemendur skoðuðu tunglið, Andrómedu, sjöstirnið og gerðu tilraun til að skoða ljómþoku í sverði Óríons en það var enn aðeins of bjart til að sjá hana.”
Lesa meira

FRÁBÆR SIGUR Í SÖNGKEPPNI FRAMHALDSSKÓLANNA

FSu-arinn og Þorlákshafnarbúinn Emilía Hugrún Lárusdóttir gerði góða ferð norður á Húsavík ásamt skólahljómsveit FSu og sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna í gærkvöldi 3. apríl. Glæsilegur túlkandi og hæfileikaríkur fulltrúi skólans okkar.
Lesa meira

VÖFFLUKAFFI OG VETTVANGSFERÐ

Að lokinni kennslu föstudaginn 26. mars fóru FSu-arar í vöfflukaffi og vettvangsferð í HAMAR sem er stórglæsilegt verknámshús skólans. Eftir að húsið var formlega vígt fyrir nokkrum árum hefur aðstaða til verknáms tekið algerum stakkaskiptum við skólann, framboð og fjölbreytileiki náms aukist til muna, aðstaða eins og best verður á kosið og krafturinn sem býr þarna innanhúss er magnaður.
Lesa meira

SÖNGKEPPNI MEÐ MIKLUM UNDIRBÚNINGI

Emilía Hugrún Lárusdóttir vann söngkeppni NFSU sem haldin var í vikunni. Emilía Hugrún söng lagið I´d rather go blind með Ettu James. Keppnin var að venju stórglæsileg og umgjörðin öll til fyrirmyndar en að þessu sinni var yfirskrift keppninnar MAMMA MIA.
Lesa meira

SÖNGVAKEPPNIN FER FRAM Í KVÖLD

Loksins, loksins tekst að halda söngvakeppni FSu og mun hún fara fram í kvöld þriðjudaginn 15. mars. Upphaflega átti að halda hana 24. febrúar en vegna veirufaraldurs var henni frestað í tvígang. En nú er komið að því. Loksins, loksins endurtaka áhugasamir og fagna.
Lesa meira

FJÖR OG KÆTI Í FSu

KÁTIR DAGAR og FLÓAFÁR voru haldnir í fyrstu viku marsmánaðar og tókust sérlega vel að þessu sinni. Skipulag var gott og þátttaka góð og mikið líf í gula húsinu við Tryggvagötu. Segja má að flestir hafi verið búnir að bíða nokkuð lengi eftir uppákomum af þessu tagi eftir veirufrestun síðustu tvö ár. Á Kátum dögum voru haldin fjölbreytt námskeið, kynningar og uppákomur en í Flóafári hópuðust nemendur í lið og kepptu í öllum námsgreinum skólans. Hvert lið fær sérstakt heimasvæði til að skreyta og síðan keppa þau í þrautunum út um allan skóla sem kennarar hafa útbúið. Hugmyndaauðgi liðanna í útliti og skipulagningu heimasvæða var mikil að venju og fór keppnin vel fram.
Lesa meira

KÁTIR DAGAR OG FLÓAFÁR FRAMUNDAN

Eins og áður hefur komið fram í fréttapistlum FSu er nauðsynlegt að brjóta upp hefðbundið skólastarf með vettvangsferðum, leikhúsferðum, leiksýningum nemenda, heimsóknum nemenda á vinnustaði, gróðursetningu, fuglaskoðun, áfangamessu og jarðfræðiferðum svo nokkuð sé nefnt. OG nú er komið föstum liði í þeirri starfsemi (dagana 2., 3. og 4. mars) sem kallast KÁTIR DAGAR (og mun dagskrá þeirra birtast á heimasíðu skólans) og FLÓAFÁR og fara alltaf fram á vorönn
Lesa meira