FRÁBÆR SIGUR Í SÖNGKEPPNI FRAMHALDSSKÓLANNA

FSu-arinn og Þorlákshafnarbúinn Emilía Hugrún Lárusdóttir gerði góða ferð norður á Húsavík ásamt skólahljómsveit FSu og sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna í gærkvöldi 3. apríl. Glæsilegur túlkandi og hæfileikaríkur fulltrúi skólans okkar.

Hún flutti lagið I’d Rather Go Blind af mikilli innlifun og krafti. Frekar skal ég verða blind - en að tapa þér. Keppninni var sjónvarpað á RÚV 2 og gilti símakosning helming á við skoðun dómnefndar.

Rangæingurinn Lárus Ingi Magnússon og fulltrúi FSu í kepninni árið 1990 kynnti lagið í byrjun en hann er fyrsti sigurvegari keppninnar frá árinu 1990 og samkvæmt upplýsingum á vefmiðlinum sunnlenska.is sló hann út Móeiði Júnúsdóttur og glimmerstjörnuna Pál Óskar Hjálmtýsson.

INNILEGAR hamingjuóskir Emilía Hugrún.

jöz.