LEIKFÉLAG FSu ENDURVAKIÐ

Nú hefur Leikfélag FSu verið endurvakið eftir langan veirusvefn en hefð hefur verið fyrir því í starfi skólans að setja upp leiksýningar. Þetta eru mikil gleðitíðindi. Og uppskeran eftir því: frumsamin gamansöngleikur sem ber nafnið Á bak við tjöldin. Höfundar verksins eru fjórir nemendur FSu: Hanna Tara Björnsdóttir, Helga Melsted, Sigríður Fjóla Þórarinsdóttir og Svala Norðdahl. Jafnframt því að semja verkið saman leikstýra þær því einnig og leika burðarhlutverk.

Fjölmargir nemendur koma að sýningunni á einn eða annan hátt: leika, syngja, dansa, hanna og sauma búninga, búa til sviðsmynd og stýra lýsingu. Verkið er sýnt í leikhúsi Leikfélags Hveragerðis og eru auglýstar þrjár sýningar eftir páska: 22., 23. og 24. apríl. Hægt er að nálgast upplýsingar um verkið á instagram reikningi leikfélags FSu og panta þar miða eða í síma 8978685. Viðbrögð leikhúsgesta hafa verið mjög jákvæð og er leikfélaginu og öllum aðstandendum sýningarinnar óskað innilega til hamingju : - )

Ljósmyndirnar tók Ágústa Ragnarsdóttir.

jöz.