Fréttir

MAÐKURINN OG LIRFAN

Nemendur í leiklistaráfanga tóku þátt í Þjóðleik á Suðurlandi 6. maí síðastliðinn með sýningu á verkinu Maðkurinn og lirfan eftir Matthías Tryggva Haraldsson. Sýningin gekk vonum framar en sýnt var í litla leikhúsinu við Sigtún á Selfossi. Þjóðleikur er leiklistarhátíð ungs fólks sem haldin er annað hvert ár á landsbyggðinni.
Lesa meira

HILDUR KNÚTSDÓTTIR Í HEIMSÓKN

Þann 28. apríl kom rithöfundurinn Hildur Knútsdóttir í heimsókn til nemenda á sérnámsbraut Fjölbrautaskóla Suðurlands. Fyrsta skáldsaga hennar, Sláttur, kom út árið 2011. Vetrarfrí, sem er skáldsaga af furðusagnaætt ætluð ungmennum, hlaut Fjöruverðlaunin árið 2015 og framhaldsbókin Vetrarhörkur fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2016.
Lesa meira

FJÖLBRAUTASKÓLI SUÐURLANDS Í FIMM SKÓLA ÚRSLIT

Síðastliðinn vetur hafa nemendur í landafræði unnið verkefni þar sem þeir taka fyrir vandamál sem tengist nærumhverfi þeirra og hafinu. Þeir þurfa að rannsaka vandamálið og reyna að finna leiðir til að leysa það eða fjalla um það á gagnrýninn hátt. Mörg frábær verkefni hafa verið unnin á báðum önnum þar sem hannaðar hafa verið heimasíður, gerðar skoðanakannanir, búnir til hlaðvarpsþættir, samdar fréttagreinar og ótal margt annað áhugavert.
Lesa meira

KENNSLULOK OG PRÓFAVIKA FRAMUNDAN

Síðasti kennsludagur í FSu var föstudaginn 6. maí og þá um leið hófst undirbúningur nemenda fyrir lokapróf sem reyndar fer MJÖG fækkandi í skólanum. Er það að sumu leyti í samræmi við áherslur í námskrá þar sem hvatt er til aukins símats. En einnig má segja að viðhorf skólasamfélagsins til lokaprófa hafi breyst. Þau eru ekki lengur talin sá algildi mælikvarði sem þau voru á þekkingu nemenda, færni og hæfni.
Lesa meira

LEIKFÉLAG FSu ENDURVAKIÐ

Nú hefur Leikfélag FSu verið endurvakið eftir langan veirusvefn en hefð hefur verið fyrir því í starfi skólans að setja upp leiksýningar. Þetta eru mikil gleðitíðindi. Og uppskeran eftir því: frumsamin gamansöngleikur sem ber nafnið Á bak við tjöldin. Höfundar verksins eru fjórir nemendur FSu: Hanna Tara Björnsdóttir, Helga Melsted, Sigríður Fjóla Þórarinsdóttir og Svala Norðdahl. Jafnframt því að semja verkið saman leikstýra þær því einnig og leika burðarhlutverk.
Lesa meira

VETRARLEIKAR FSu ERU SKEMMTILEG HEFÐ

Góð þátttaka var á Vetrarleikum Hestabrautar FSu sem fóru fram 3. mars síðastliðinn. Segja má að Unnsteinn Reynisson frá Hurðarbaki í Flóa hafi rúllað vetrarleikum ársins upp að þessu sinni á gæðingnum Styrk frá sama bæ. Það var erfitt færi og mikil hálka sem reyndi mikið á knapana sem urðu að ríða eftir aðstæðum. Kristín Hrönn Pálsdóttir frá Dverghamri í Flóa, á hestinum Gaumi frá Skarði, varð í öðru sætið og Sunna Lind Sigurjónsdóttir, frá Efstu-Grund undir Eyjafjöllum, endaði þriðja á Sókrates frá Árnanesi. Sunna Lind hlaut einnig reiðmennskuverðlaunin frá hestavöruverslun Baldvins og Þorvaldar.
Lesa meira

LJÓMÞOKAN Í SVERÐI ÓRÍONS

STJÖRNUFRÆÐI er kennd við FSu og sér raungreinakennarinn Hekla Þöll Stefánsdóttir um hana. Því má bæta við að sjálf lauk Hekla stúdentsprófi frá skólanum fyrir nokkrum árum. Að hennar frumkvæði fjárfesti skólinn í stjörnusjónauka sem víkkar út og byltir kennslunni. Nemendur fengu að prófa sjónaukann í fyrsta sinn að kvöldi 8. apríl og að Heklu sögn tókst sá gjörningur mjög vel „þrátt fyrir að það dimmi núna seint og það sé mjög kalt í lofti” bætir hún við. „Nemendur skoðuðu tunglið, Andrómedu, sjöstirnið og gerðu tilraun til að skoða ljómþoku í sverði Óríons en það var enn aðeins of bjart til að sjá hana.”
Lesa meira

FRÁBÆR SIGUR Í SÖNGKEPPNI FRAMHALDSSKÓLANNA

FSu-arinn og Þorlákshafnarbúinn Emilía Hugrún Lárusdóttir gerði góða ferð norður á Húsavík ásamt skólahljómsveit FSu og sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna í gærkvöldi 3. apríl. Glæsilegur túlkandi og hæfileikaríkur fulltrúi skólans okkar.
Lesa meira

VÖFFLUKAFFI OG VETTVANGSFERÐ

Að lokinni kennslu föstudaginn 26. mars fóru FSu-arar í vöfflukaffi og vettvangsferð í HAMAR sem er stórglæsilegt verknámshús skólans. Eftir að húsið var formlega vígt fyrir nokkrum árum hefur aðstaða til verknáms tekið algerum stakkaskiptum við skólann, framboð og fjölbreytileiki náms aukist til muna, aðstaða eins og best verður á kosið og krafturinn sem býr þarna innanhúss er magnaður.
Lesa meira