Fréttir

Kvennafrídagurinn 2016

Konur lögðu niður vinnu í skólanum á kvennafrídaginn í gær kl.14:38 til að sýna samstöðu og vekja athygli á launamuni kynjanna. Hluti hópsins hittist á Hótel Selfoss til að ræða málin. Meðal atvinnutekjur kvenna eru 70,3% af meðal atvinnutekjum karla. Konur eru því með 29,7% lægri meðaltal atvinnutekna. Samkvæmt því eru konur búnar að vinna fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:38.
Lesa meira

Góðir góðgerðardagar

Í byrjun októbermánaðar ríkti gleði, glens og gjafmildi innan veggja skólans, en þá var haldið hátíðlega upp á góðgerðadaga. Þeir voru haldnir til að safna peningum fyrir þurfandi börn í Nígeríu með alls kyns uppákomum.
Lesa meira

Áfangamessa

Í vikunni var haldin í fyrsta sinn svokölluð "áfangamessa". Þar kynntu kennarar námsgreinar á áfanga sem verða í boði á næstu önn og þannig geta nemendur betur áttað sig á því fjölbreytta námsvali sem er í boði við skólann. Viðburðurinn heppnaðist mjög vel og verður líklega fastur liður í skólastarfinu á önn hverri. Fleiri myndir frá áfangamessunni má finna á fésbókarsíðu skólans.
Lesa meira

Gjöf frá Vélsmiðju Suðurlands

Eigendur og fulltrúar Vélsmiðju Suðurlands komu færandi hendi í FSu fyrir stuttu. Þeir gáfu skólanum rafsuðuvél af fullkomnustu gerð auk 8 fullkominna hjálma sem nauðsynlegt er að nota við rafsuðu.
Lesa meira

Heimsókn í Héraðsdóm Suðurlands

Nemendur í félagsfræði afbrota sem er kennd í fyrsta skipti í skólanum á þessari haustönn, hafa í vikunni kynnt sér ýmislegt varðandi afbrot á Suðurlandi.
Lesa meira

Slagorða- og selfie keppni á afmælisdegi

Á 35 ára afmælisdegi skólans 13. September tóku allir nemendur þátt í ratleik þar sem þeir áttu að finna stöðvar og leysa þrautir. Stöðvarnar voru allar á einum tíma staðir þar sem kennsla fór fram á fyrstu árum skólans og tilheyrðu svokallaðri „hlaupabraut“. Keppt var um selfie af kennara með slagorði.
Lesa meira

Innritun í dagskóla á vorönn 2017

Innritun í dagskóla á vorönn 2017 fer fram á www.menntagatt.is dagana 1. til 30. nóvember 2016. Sótt er um rafrænt á www.menntagatt.is og þarf til þess Íslykil, auðkennislykil eða rafræn skilríki. Þeir nemendur sem eiga ennþá veflykil frá lokum 10. bekkjar geta notað hann til að sækja um.
Lesa meira