Innritun í dagskóla á vorönn 2017

Innritun í dagskóla á vorönn 2017 fer fram á www.menntagatt.is dagana 1. til 30. nóvember 2016.

Sótt er um rafrænt á www.menntagatt.is og þarf til þess Íslykil, auðkennislykil eða rafræn skilríki. Þeir nemendur sem eiga ennþá veflykil frá lokum 10. bekkjar geta notað hann til að sækja um.

Einnig er boðið upp á beina þjónustu við innritun, gott er að kynna sér hvaða áfangar eru í boði á vorönn áður en komið er í innritun. Sé valið á Menntagatt.is geta verðandi nemendur ekki valið sértæka áfanga fyrir næstu önn heldur gerir skólinn það fyrir þá.

Frekari upplýsingar um innritun má finna hér http://www.fsu.is/is/namid/nam-i-fsu/saekja-um-skolavist