Góðir góðgerðardagar

Góðir góðgerðardagar
Góðir góðgerðardagar

Í byrjun októbermánaðar ríkti gleði, glens og gjafmildi innan veggja skólans, en þá var haldið hátíðlega upp á góðgerðadaga. Þeir voru haldnir til að safna peningum fyrir þurfandi börn í Nígeríu með alls kyns uppákomum. Nemendur skólans tóku upp á ýmsu, augabrúnir voru gæddar hinum ýmsu litum, gengið var í skólann frá Eyrarbakka, riðið til matar í pylsuvagninn og rennt sér á snjóþotu niður stiga skólans svo eitthvað sé nefnt. Dögunum lauk svo með pompi og prakt í Iðu. Gleði gefur gleði, vegalengd skiptir engu í því samhengi. Það höfum við NFSu-ingar sannað.

Fyrir hönd nemendaráðs Þórunn Ösp og Elísabet

Á myndunum má sjá nemendur taka þátt í carnival stemningu á góðgerðadögum. Fleiri myndir má finna á fésbókarsíðu skólans.