Fréttir
FSu í lokalotu BOXINS
09.11.2016
Fjórða árið í röð er lið FSu komið áfram í úrslit BOXINS – framkvæmdakeppni framhaldsskólanna. Það eru Háskólinn í Reykjavík, Samtök iðnaðarins, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband íslenskra framhaldsskólanema standa að Boxinu.
Lesa meira
Vel heppnaður forvarnarmánuður
09.11.2016
Október var forvarnarmánuður í FSu. Í hverri viku var boðið upp á fyrirlestra sem voru aðgengilegir fyrir alla nemendur skólans og fluttir í sal skólans.
Lesa meira
10 ára afmæli hestabrautar
09.11.2016
Hestabraut FSu fagnar í haust 10 ár starfsafmæli og ætlar af því tilefni að blása til afmælishátíðar þann 3. nóvember nk. Veislan fer fram í reiðhöll hestamannafélagsins Sleipnis og hefst dagskráin kl. 17:00. Við viljum að þessu tilefni bjóða þér / ykkur að koma á sýningu, eiga með okkur skemmtilega stund og kynnast starfi brautarinnar.
Lesa meira
Grafísk hönnun - sýning á veggspjöldum
09.11.2016
Nú er búið að hengja upp sýningu á neðstu hæð Odda (rétt við mötuneytið) á veggspjöldum eftir nemendur í Grafískri hönnun. Við veggspjöldin þurftu nemendur einkum að leggja áherslu leturnoktun og mikilvægi leturs við framsetningu skilaboða. Nemendur völdu sér sjálfir setningar að vinna með. Kennari er Ágústa Ragnarsdóttir.
Lesa meira
Kvennafrídagurinn 2016
09.11.2016
Konur lögðu niður vinnu í skólanum á kvennafrídaginn í gær kl.14:38 til að sýna samstöðu og vekja athygli á launamuni kynjanna. Hluti hópsins hittist á Hótel Selfoss til að ræða málin. Meðal atvinnutekjur kvenna eru 70,3% af meðal atvinnutekjum karla. Konur eru því með 29,7% lægri meðaltal atvinnutekna. Samkvæmt því eru konur búnar að vinna fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:38.
Lesa meira
Góðir góðgerðardagar
09.11.2016
Í byrjun októbermánaðar ríkti gleði, glens og gjafmildi innan veggja skólans, en þá var haldið hátíðlega upp á góðgerðadaga. Þeir voru haldnir til að safna peningum fyrir þurfandi börn í Nígeríu með alls kyns uppákomum.
Lesa meira
Áfangamessa
09.11.2016
Í vikunni var haldin í fyrsta sinn svokölluð "áfangamessa". Þar kynntu kennarar námsgreinar á áfanga sem verða í boði á næstu önn og þannig geta nemendur betur áttað sig á því fjölbreytta námsvali sem er í boði við skólann. Viðburðurinn heppnaðist mjög vel og verður líklega fastur liður í skólastarfinu á önn hverri. Fleiri myndir frá áfangamessunni má finna á fésbókarsíðu skólans.
Lesa meira
Gjöf frá Vélsmiðju Suðurlands
09.11.2016
Eigendur og fulltrúar Vélsmiðju Suðurlands komu færandi hendi í FSu fyrir stuttu. Þeir gáfu skólanum rafsuðuvél af fullkomnustu gerð auk 8 fullkominna hjálma sem nauðsynlegt er að nota við rafsuðu.
Lesa meira
Heimsókn í Héraðsdóm Suðurlands
09.11.2016
Nemendur í félagsfræði afbrota sem er kennd í fyrsta skipti í skólanum á þessari haustönn, hafa í vikunni kynnt sér ýmislegt varðandi afbrot á Suðurlandi.
Lesa meira
Slagorða- og selfie keppni á afmælisdegi
09.11.2016
Á 35 ára afmælisdegi skólans 13. September tóku allir nemendur þátt í ratleik þar sem þeir áttu að finna stöðvar og leysa þrautir. Stöðvarnar voru allar á einum tíma staðir þar sem kennsla fór fram á fyrstu árum skólans og tilheyrðu svokallaðri „hlaupabraut“. Keppt var um selfie af kennara með slagorði.
Lesa meira