Fréttir

Kynningar á lokaverkefnum í hjúkrunarfræði

Tíu nemar kynntu lokaverkefni sín í hjúkrunarfræði á málstofu sjúkraliðanema nýverið. Nemendurnir munu útskrifast á haustönn að loknu þriggja mánaða verknámi.
Lesa meira

Fúkyrði flugu og fúlmenni lifnuðu við

Nemendur og kennarar úr Njáluáfanganum fóru á Njáluslóðir á dögunum ásamt sögukennaranum Lárusi Bragasyni. Áð var á helstu sögustöðum þar sem nemendur léku og túlkuðu atburði bókarinnar með glensi og innlifun.
Lesa meira

Eðlur heimsækja skólann

Skólinn fylltist af grænum eðlum í dag. Þar voru á ferð dimmitantar, nemendur sem stefna á að ljúka námi á vorönn. Eðlurnar voru systur og bræður Pascal, eðlu, sem birtist í teiknimyndinni Tangled. Eðlurnar stigu dans og sungu fyrir nemendur og starfsfólk. Því næst gæddu þeir sér á kjötsúpu með starfsfólki og héldu svo út í óvissuferð.
Lesa meira

Tilþrif í strútabolta

Nemendur í Braga skelltu sér í strútabolta i lok annar ásamt kennurum sínum í boði Skólans í okkar höndum. Tilþrifin voru stórfengleg eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Fleiri myndir má skoða á fésbókarsíðu skólans.
Lesa meira

Góðir gestir

Vikuna 24 til 30 apríl voru góðir gestir í heimsókn í FSu; 29 nemendur og kennarar á vegum Erasmus+ verkefnisins "Refugees".
Lesa meira