Kynningar á lokaverkefnum í hjúkrunarfræði

Nemendur og kennari á sjúkraliðabraut, Íris Þórðardóttir.
Nemendur og kennari á sjúkraliðabraut, Íris Þórðardóttir.
Tíu nemar kynntu lokaverkefni sín í hjúkrunarfræði á málstofu sjúkraliðanema nýverið. Nemendurnir munu útskrifast á haustönn að loknu þriggja mánaða verknámi.
Verkefnin voru fjölbreytt og fróðleg, en erindin fjölluðu meðal annars um jaðarpersónuleikaröskun, gláku, kvíða meðal barna og unglinga, hjartabilun og kransæðasjúkdóma. Gestir sem komu til að hlusta og fagna með hópnum voru mjög ánægðir. Á eftir var boðið upp á kökur og kaffi.