Fréttir

RÚSÍNUSPÝTINGUR OG STÍGVÉLAKAST

Árleg nýnemaferð FSu var farin þriðjudaginn 10. September síðastliðinn. Það var um 250 manna hópur sem lagði leið sína í félagsheimilið Félagslund í Flóahreppi í hvínandi roki og kulda með gleðina að vopni og yl í hjarta. Í nýnemaferðinni er markmiðið að hrista nýja nemendur enn frekar saman með óhefðbundnum skóladegi í fjölbreyttri þrautakeppni sem kennarar og nemendaráð skólans sjá um. Þar reynir sannarlega á fullt litróf mismunandi styrkleika allt frá svokölluðum rúsíníuspýtingi yfir í spurningakeppni að ótöldu öllu þar á milli. Að auki fer fram kosning á fulltrúa nýnema í nemendaráð á einni stöðinni.
Lesa meira

SKÓLASTARF TIL FJÖRUTÍU OG ÞRIGGJA ÁRA

Fjölbrautaskóli Suðurlands á fjörutíu og þriggja ára starfsafmæli í dag, föstudaginn 13. september. Í byrjun var skólastarfinu dreift um Selfossbæ og kennsla fór fram í ýmsu húsnæði. Fékk skólinn af því tilefni viðurnefnið Hlaupabrautin. Á tíunda áratug síðustu aldar tókst að koma upp glæsilegri byggingu sem í huga margra gengur undir nafninu Gula húsið.
Lesa meira

EINIR KOMA ÞÁ AÐRIR FARA

Við upphaf hvers skólaárs verða alltaf mannaskipti í starfsliði FSu. Einir koma - þá aðrir fara eins og orðtakið segir enda er FSu fjölmennur og lifandi vinnustaður með um það bil eitt þúsund nemendur og starfsmenn.
Lesa meira

DÝRINDIS MORGUNVERÐARHLAÐBOÐ í FSu

Nemendur í áfanganum VBFM1VA12, verkleg- og bókleg færniþjálfun undirbjuggu morgunverðarhlaðborð undir vökulu auga Þóris Erlingssonar matreiðslumeistara og kennara.
Lesa meira

GLÆSILEGIR FULLTRÚAR FSu

Tveir fyrrum nemendur FSu hlutu á dögunum styrki úr Afreks- og hvatningasjóði Háskóla Íslands.
Lesa meira

Sveinspróf í skrúðgarðyrkju haustið 2024

Sveinspróf í skrúðgarðyrkju verður haldið 7.- 9. október í Garðyrkjuskólanum að Reykjum. Umsóknarfrestur 20.september 2024. Prófgjald Kr. 68.000. Skráning sendist í tölvupósti til agustae@fsu.is. Umsókn skal fylgja fullt nafn, kennitala og heimilisfang.
Lesa meira

Lifnar við á Reykjum

Veðrið lék við alla er starfsfólk Reykja tók á móti nýjum nemendum Garðyrkjuskólans í gær.
Lesa meira

FRÆÐSLA OG FJÖR Á NÝNEMADEGI

Hefð er fyrir því að halda svokallaðan nýnemdag haust hvert áður en hefðbundin kennsla hefst. Mánudaginn 19. ágúst mættu um 280 nýnemar til leiks í FSu og hafa aldrei verið fleiri. Dagskrá nýnemadagsins var þéttskipuð að venju en nemendur fóru á milli fjölmargra kynningarstöðva í sínum umsjónarhópum. Markmið þessara kynninga er að nýir nemendur eigi auðveldara með að átta sig á skólaumhverfinu, bæði í rafrænum og raunheimi, fyrstu kennsludagana.
Lesa meira

Stutt kynning skólameistara í upphafi annar

Haustið er runnið upp og fyrsti skóladagur annarinnar er á morgun, þriðjudag. Kennsla hefst samkvæmt stundarskrá kl. 8:15. Nýr skólameistari mun kynna sig stuttlega fyrir nemendum í salnum kl. 8:10.
Lesa meira

Dagskrá nýnemadags, mánudaginn 19. ágúst

Dagskrá nýnemadags 8:30 – 8:45 Soffía skólameistari býður nýnema velkomna í miðrými.
Lesa meira