Fréttir & tilkynningar

07.12.2018

Fab Lab smiðja vígð

Miðvikudaginn 28. nóvember sl. var Fab Lab smiðjan vígð með formlegum hætti. Ráðherra samgöngu- og sveitastjórnarmála, Sigurður Ingi Jóhannsson flutti ávarp og vígði smiðjuna með táknrænum hætti með því að gangsetja 100vatta leiser skera, sem er eitt af mörgum spennandi tækjum sem smiðjan hefur upp á að bjóða en tækin eru flest gjöf frá sunnlenskum fyrirtækjum og Atorku félögum.