Söngkeppni NFSu verður haldin í kvöld (miðvikudaginn 5. nóvember) í íþróttahúsinu Iðu. Húsið opnar kl. 19:00 og keppnin hefst kl. 20:00.
Miðaverð 3.500 kr.
Við mælum með að fólk kaupi sér miða á Stubb til að koma í veg fyrir mikla biðröð við hurð.
Það eru öll velkomin og við viljum hvetja ykkur til að mæta á svæðið og styðja við bakið á þessum flottu krökkum sem hafa unnið hörðum höndum við undirbúning keppninnar síðustu vikur.
https://stubb.is/events/b8BwPy
Föstudaginn 10. október síðastliðinn lagði vaskur hópur nemenda upp frá Fjölbrautaskóla Suðurlands. Förinni var heitið í Rangárvallasýslu á slóðir Gunnars, Hallgerðar, Njáls, Skarphéðins, Bergþóru og Hildigunnar svo nokkrar persónur Brennu-Njáls sögu séu tíndar til. Lá leiðin upp með Ytri-Rangá að Þingskálum þar sem litið var yfir búðartóftir á þingstað. Því næst var ekið að Gunnarssteini en þar brugðu nemendur á leik og settu sig í spor þeirra bræðra, Gunnars, Kolskeggs og Hjartar þegar vesælir menn sátu fyrir þeim 30 talsins.