Fréttir & tilkynningar

21.11.2017

Góður árangur og gleði á Leiktu betur

Nýverið tók lið FSu þátt í spunakeppninni Leiktu betur í Borgarleikhúsinu þar sem mikil gleði og hæfileikar komu saman. En við ættum kannski að byrja á því að segja smá frá keppninni sjálfri. Leiktu betur er spunakeppni framhaldsskólanna en keppnin gengur út á það að 4-manna lið frá hverjum skóla skiptast á að flytja stutt spunaleikrit á staðnum. Það gjarnan er spunnið með ákveðnum stíl og/eða orði frá áhorfendum. Dæmi um þetta væri: Elliheimilaspuni með söngleikjastíl.

Viðburðir

Yfirlit viðburða