Fréttir & tilkynningar

28.11.2022

KÓR FJÖLBRAUTASKÓLANS ENDURVAKINN

Blessunarlega hóf KÓR Fjölbrautaskóla Suðurlands aftur upp raust sína á nýliðnu hausti eftir fjögurra ára þögn og dvala. Kórinn hefur æft markvisst, vel og samviskusamlega alla þessa önn undir stjórn eldhugans Stefáns Þorleifssonar sem stýrði kórstarfinu af miklum krafti á árunum 2004 til 2013. Kórinn var stofnaður 21. febrúar 1983 – meðal annars af þáverandi skólameistara Heimi Pálssyni, Jóni Inga Sigurmundssyni sem stjórnaði kórnum frá byrjun og til aldamóta og Ásmundi Sverri Pálssyni íslenskukennara – auk fjölda nemenda.

Viðburðir

Yfirlit viðburða