Fréttir & tilkynningar

16.08.2017

Nýnemadagur og upphaf haustannar

Önnin hefst á nýnemadegi fimmtudaginn 17. ágúst kl.8:30. Dagurinn er aðallega ætlaður nýnemum, en aðrir nemendur, sem aldrei hafa áður stundað nám í FSu, eru einnig velkomnir. Nemendur munu fá afhentar stundaskrár, fá kynningu á skólanum, tölvukerfunum, nemendafélaginu og mörgu fleira. Dagskrá nýnemadags lýkur um kl.13:30. Nemendur fylgist með tímatöflu Strætó vegna heimferðar. Fimmtudaginndaginn 17. ágúst kl. 9:00 opnar Inna fyrir nemendur. Kennsla hefst samkvæmt stundarskrá föstudaginn 18. ágúst kl. 8:15.

Viðburðir