Eftirfarandi tilkynning barst skólanum fyrr í dag:
Stjórnir og samninganefndir Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum hafa tekið þá ákvörðun að verkföll hefjist ekki aftur í FSu verði enn ósamið í kjaradeilunni þann 1. febrúar. Í staðinn munu hugsanlegar aðgerðir beinast að öðrum framhaldsskólum strax í febrúar.
Dagana 22. - 24. nóvember var haldið námskeið í tráfellingum og grisjun með keðjusög á Hallormsstað á vegum Endurmenntunar Græna geirans hjá Garðyrkjuskólanum - FSu. Þetta er annað námskeiðið á Hallormsstað á þessu hausti því fullskipað var á námskeið sem haldið var í október og annað námskeið fylltist fljótt.
Búið er að auglýsa nýtt námskeið á Garðyrkjuskólanum á Reykjum í janúar 2025, dagana 21. - 23. janúar. Skráningar eru þegar farnar að berast svo áhugasamir ættu að hafa samband sem fyrst. Skráning fer fram með tölvupósti á gardyrkjuskolinn@fsu.is