Fréttir & tilkynningar

19.09.2019

Fjallganga yfir Fimmvörðuháls

Nemendur í útivistaráfanga FSu gengu yfir Fimmvörðuháls miðvikudaginn 4. september s.l. Í hópnum voru 28 vaskir nemendur ásamt þremur kennurum. Hópurinn fór með rútu að Skógum snemma morguns og gekk síðan sem leið lá yfir hálsinn og yfir í Þórsmörk, eða um 25 km og hæsti punktur í rúmlega 1000 metra hæð.

Viðburðir