Fréttir & tilkynningar

15.09.2021

SAMSTILLTUR OG JÁKVÆÐUR NEMENDAHÓPUR

Fullyrðingin Heilbrigð sál í hraustum líkama á prýðilega við í starfi FSu. Og jafnvel þótt hún sé sögð á latínu Mens sana in corpore sano og rakin til rómverska skáldsins Juvenal sem uppi var 200 árum fyrir krist. Þetta vita þeir sem stunda göngur og hlaup, sund og jóga og yfirleitt alla almenna útvist og hreyfingu. Í íþróttaáfanganum útivist og fjallgöngur eða ÍÞRÓ2ÚF02 er hlúð að þessari grundvallarstaðreynd. Þar er farið í fimm fjallgöngur á önn auk þess sem ratvísi er kennd, umgengni við náttúruna og hvernig á að klæða sig til fjalla.

Viðburðir

Yfirlit viðburða