Sameyki kynnti niðurstöður í vali á stofnun ársins 2024 þann 13. febrúar síðastliðinn. Alls tóku 140 ríkisstofnanir þátt en þeim er skipt í þrjá stærðarflokka. Fimm efstu stofnanir í hverjum flokki fá sæmdartitilinn „fyrirmyndarstofnun“. FSu varð í þriðja sæti af 46 í flokknum stofnanir með 90 eða fleira starfsfólk.
HEFÐ er fyrir því að menntaverðlaun Suðurlands séu afhent í hátíðarsal FSu sem kallast Gaulverjabær. Að þessu sinni hlutu þau fjölskyldusvið sveitarfélagsins Árborgar sem staðið hefur fyrir hagnýt og ókeypis íslenskunámskeið fyrir foreldra grunnskólabarna með fjöltyngdan og fjölmenningarlegan bakgrunn.
Það er ekki aðeins nemendur í útivistaráföngum FSu sem klífa fjöll undir leiðsögn kennarana Ásdísar Ingvarsdóttur og Sverris Ingibjartssonar. Frá því síðasta haust hefur fjallgöngum fjölgað undir styrkri stjórn starfsmannafélagsins. Og allir hvattir til dáða.
Heiðurskennarar Lárus Gestsson fagstjóri húsasmíðagreina og Gísli Viðar Oddsson fagstjóri málmiðnaðargreina fóru fyrir hönd FSu á nýsveinahátíð 2025 sem haldin var á Hótel Natura í í gær 8. febrúar. Og til að rifja upp fyrir ófróða var Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur stofnað 1897.