Fréttir & tilkynningar

28.11.2021

ERLENT SAMSTARF Í BLÓMA

ERLENT samstarf skóla er mikilvægt í námi nemenda og ekki síður í skólaþróun. Er samstarfið þá oftast myndað á milli þriggja skóla frá þremur löndum í gegnum evrópska menntasjóði þar sem ákveðin umfjöllunarefni eru tekin til skoðunar. Í gegnum árin hefur FSu verið virkur þátttakandi í slíku samstarfi sem hefur opnað fjölmörgum nemendum aðgang að ólíkum löndum og fjarlægum menningarheimum.