Fréttir & tilkynningar

24.01.2023

FRÁBÆR BYRJUN FSu Í GETTU BETUR

Útvarpshluta spurningarkeppninnar GETTU BETUR er nú lokið með frábærum árangri FSu. Tveir öflugir og fjölmennir framhaldsskólar lagðir að vell á sannfærandi hátt. Í fyrstu umferð þann 11. janúar var Borgarholtskóli sigraður með 26 stigum FSu gegn 8 og í annarri umferð – og viku síðar - var það Menntaskólinn við Hamrahlíð sem laut í lægra haldi í átta stigi sigri FSu 25 stig á móti 18. Að þessu sinni var keppnin ekki hluti af dagskrá Rásar 2 heldur send út í beinu streymi á vegum RÚV – og er það breyting sem fellur ekki öllum í geð.

Viðburðir

Yfirlit viðburða