Nemendur í leiklistaráfanga FSu sýndu nýlega lokaverkefni sitt í litla leikhúsinu við Sigtún á Selfossi. Lokaverkefnið snerist um að æfa, greina og leika leikverk. Fyrir valinu varð leikritið Blóðsystur eftir Guðmund Lúðvík Þorvaldsson og unglingadeild Leikfélags Kópavogs. Verkið fjallar um ástina, vampírur, nunnur og hver vill ekki ganga í klaustur? Hvað gerði Sigurður vampírubani í klaustrinu? Hvað varð um systur Guðlaugu? Hver er í raun og veru vampíra og hver ekki?
Samsýning framhaldsskólanna var opnuð með pompi og prakt föstudaginn 28. nóvember síðastliðinn en sýningin hafði legið niðri um nokkurra ára skeið. Það er Menntavísindasvið Háskóla Íslands sem stendur að sýningunni sem nú er haldin í húsnæði Hótel Sögu við Hagatorg sem er nýtt húsnæði menntavísindasviðs HÍ.
Áfangaframboð í FSu er mikið og fjölbreytt á hverri önn. Enda sinnir skólinn tæplega eitt þúsund nemendum í hefðbundnu bóknámi, margvíslegu verknámi, íþróttaakademíum, listnámi, matvælagreinum, á hestabraut, sjúkraliðabraut, sérnámsbraut og í garðyrkjunámi svo nokkuð sé nefnt.
Verkefnið "Allt fyrir ástina" hlaut í dag viðurkenningu Félags sérkennara á Íslandi sem heiðursverkefni ársins 2025. Kennararnir Eva Dögg Jafetsdóttir og Halldóra Björk Guðmundsdóttir eiga heiðurinn af verkefninu.