Í lok nóvember síðastliðinn var afhjúpað nýtt merki fyrir Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands en slíkt hefur kórinn ekki átt áður. Um samkeppni var að ræða sem fram fór á milli nemenda í áfanganum NÝMI2GH05 eða grafísk hönnun þar sem snert er á ýmsum þáttum eins og letri og meðferð þess, táknmáli forma og lita, heildarframsetningu veggspjalda og bæklinga og kíkt inn í heim vörumerkja. Kennari áfangans var Ágústa Ragnarsdóttir.
Skólastarf er hafið að nýju í FSu eftir jólafrí. Nýtt ár í uppsiglingu með nýjum fyrirheitum. Skrifstofa skólans opnaði 5. janúar, starfsmannafundur og samráðsfundIr námsgreina voru haldnir degi síðar og kennsla hófst samkvæmt stundatöflu þann 8. janúar.
Skrifstofa skólans opnar eftir jólafrí þann 5. janúar 2026 kl. 13.
Frá og með áramótum verður skrifstofan opin mánudaga til fimmtudaga kl. 8:00 - 15:00 og kl. 8:00 - 14:00 á föstudögum.