Dagur gegn einelti 2018

Dagurinn 8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti í skólum.

Einelti hefur margvíslegar afleiðingar bæði fyrir nemendur sem verða fyrir því og þeirra fjölskyldur. Mikilvægt er að allir leggi sitt framlag á vogarskálarnar til að stuðla að  gagnkvæmri virðingu, samkennd og jákvæðum samskiptum í skólanum. Skólinn er fyrir alla og fjölbreytileiki skapar frjórra samfélag. Skólinn á að vera griðastaður nemenda og er litið á einelti sem alvarlega ógn við þá fullyrðingu.

Kynna má sér verkferla FSu og aðgerðir gegn einelti hér: https://www.fsu.is/is/thjonusta/skolinn-i-okkar-hondum/adgerdir-gegn-einelti-1