Olweus - gegn einelti og andfélagslegu atferli

Einelti er ofbeldi sem líðst ekki í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Skólinn er fyrir alla og fjölbreytileiki skapar frjórra samfélag. Skólinn á að vera griðastaður nemenda og er litið á einelti sem alvarlega ógn við þá fullyrðingu. Opinberlega og opinskátt er skráð og vísað til þess að einelti er ekki umborið í FSu.

Eineltisteymi skólans er skipað skólameistara, aðstoðarskólameistara, náms- og starfsráðgjöfum og umsjónarkennara þeirra nemenda sem að málinu koma. Eineltisteymið hefur sérstakt netfang einelti@fsu.is á það er hægt að senda ábendingar um (grun) einelti. Allar tilkynningar skoðast sem trúnaðarmál.


Verkferill þegar upp kemur (grunur um) einelti

Eyðublað til útfyllingar:
Tilkynning um (grun um) einelti


Fréttir

8. nóvember 2011: Baráttudagur gegn einelti

gegn-eineltiAf hálfu ríkisvaldsins hefur verið sett saman verkefnisstjórn í aðgerðum gegn einelti. Ákvað hún að 8. nóvember 2011 yrði baráttudagur gegn einelti og hvatti landsmenn alla til að taka þátt, meðal annars í gegnum heimasíðu verkefnisins: www.gegneinelti.is, en hún verður virkjuð á baráttudeginum.

Verkefnisstjórnin var sett saman eftir að Greinargerð um mögulegar aðgerðir gegn einelti í skólum og á vinnustöðum var gefin út í júní 2010. Þegar greinagerðin er lesin sést að Fjölbrautaskóli Suðurlands stendur vel. Það er vegna þess að skólasamfélagið allt hefur unnið mjög gott og markvisst starf, m.a. undir merkjum Olweusaráætlunar gegn einelti og andfélagslegu atferli. Í gegnum það starf eru nemendur, kennarar, stjórnendur og starfsfólk margs fróðari um ólíkar hliðar málefnisins og órjúfanleg, sterk tengsl þess við skólabrag.


Umsjónartími 29. september 2011
Í umsjónartíma haustannar 2011 sem ætlaður er undir einelti og andfélagslegt atferli, var umræðan almenn um efnið. Áður hafði það verið á dagskrá meðal alls starfsfólks. Það var algjör tilviljun að efnið var rætt í sömu viku og ungur drengur framdi sjálfsvíg í kjölfar eineltis, í öðrum bæ á Íslandi. Það var döpur áminning um að halda vakandi árvekni gegn einelti og ræða hlutina umbúðalaust og láta hana einkennast af fræðslu, t.d. um skilgreiningu, einkenni og lausnir. Umsjónarkennarar nálguðust umræðuna hver með sínum hætti, sumir notuðu glærur en aðrir ræddu málið út frá eftirfarandi spurningum:
1. Hvað er einelti?
2. Er erfitt að ræða um einelti?
3. Hvers vegna vilja sumir forðast umræðu um einelti?
4. Hvað lærðir þú um einelti í lífsleikni?
5. Þekkirðu eineltishringinn?
6. Hvert er inntak yfirlýsingar FSu gegn einelti?
7. Hverjar eru birtingamyndir eineltis?
8. Hvernig lætur maður vita að (grun um) einelti?
9. E einelti í FSu?

 

alt

Græni karlinn

Fimmtudaginn 10. mars 2011 var "grænn dagur" í FSu. Dagurinn var haldinn til heiðurs græna karlinum í eineltishring Olweusar en hann er tákn fyrir verndara, þann sem er á móti einelti og hjálpar eða reynir að hjálpa þolanda eineltis. Verkefnisstjórar Skólans í okkar höndum, Agnes Ósk og Þórunn Jóna, tóku á móti starfsfólki um morguninn og buðu því græna borða í barminn en það var frekar lítið að gera hjá þeim því flestir skörtuðu einhverju grænu. Uppátækið vakti athygli nemenda. Eineltishringurinn var kynntur fyrir þeim sama dag, í umsjónartíma.

 

Stöðvum einelti strax

Fundarherferð gegn einelti var hleypt af stokkunum 14. september 2010 í Sunnulækjarskóla á Selfossi en sambærilegir fundir verða um allt land næstu vikurnar. Heimili og skóli á heiðurinn af herferðinni en að fundinum komu einnig Liðsmenn Jerico, Olweusaráætlunin og Ungmennaráð SAFT. Fundurinn var afar verl sóttur þrátt fyrir stuttan aðdraganda enda dagskráin fjölbreytt.

alt

Katrín Jakopsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ýtti herferðinni úr vör með ávarpi. Stuttar kynningar fluttu Sandra Dís Hafþórsdóttir formaður fræðslunefndar Árborgar og Þórunn Jóna Hauksdóttir framhaldsskólakennari í FSu. Erindi fluttu Sjöfn Þórðardóttir formaður Heimilis og skóla, Ingibjörg Baldursdóttir liðsmaður Jerico og Þorlákur Helgason framkvæmdarstjóri Olweusaráætlunarinnar en þau sátu svo fyrir svörum í pallborði ásamt Þorvaldi Gunnarssyni deildarstjóra 5.-10. bekkjar í Vallaskóla og Björg Blöndal í ungmennaráði SAFT. Leikþætti undir nafninu Þú ert það sem þú gerir á netinu fluttu ungmenni í Árborg undir stjórn Höllu Drafnar Jónsdóttur en þættina sömdu Elítan og Rannveig Þorkelsdóttir.

Fundarmenn voru sammála um að sameiginlegt átak fullorðina væri lykilatriðið í baráttunni gegn einelti og varaði Ingibjörk við þátttöku í hrokanum sem eineltisumræðunni er sýnd en sonur hennar tók líf sitt í kjölfar eineltis. Þá er vert að minna á platínumregluna svokölluðu: Komdu fram við aðra eins og þeir vilja láta koma fram við sig.