Vortónleikar kórs FSu

Kór FSu hélt sl. þriðjudagskvöld árlega vortónleika sína. Dagskráin var fjölbreytt að vanda og spannaði tímabilið allt frá 16. öld til dagsins í dag. Þarna mátti m.a. heyra lög eins Påls fuge (Siggi var úti)  í fúgustíl fyrir þrjár raddir, Play the game sem Queen gerði frægt hér um árið, Integer Vitae sem er þekkt stúdentslag, og Sunnudag  Spilverks þjóðanna. Var sérstaklega gaman að heyra kórinn syngja Cum decore eftir margra ára hlé, en þetta var lengi einkennislag kórsins.   Einsöngvarar komu úr röðum kórmeðlima, en þeir voru Margrét Harpa Jónsdóttir, Jóhanna Margrét Einarsdóttir, Karitas Harpa Davíðsdóttir, Daði Freyr Pétursson, Jóhanna Ómarsdóttir, Kristín Brynja Árnadóttir, Alexander Freyr Olgeirsson og Anton Guðjónsson. Kórmeðlimir sem tóku þátt í söngleik NFSu þetta árið fluttu einnig tvö lög við mjög góðan róm áheyrenda. Stjórnandi sem fyrr var Stefán Þorleifsson.