Viltu vera Mona Lisa?

Nemar í MYL 103, módelteikningu, fengu að reyna hæfileika sína á dögunum. Lárus sögukennari var svo vænn að sitja fyrir í eina kennslustund. Þá urðu til nokkur ódauðleg listaverk. Eru hér sýnishorn. Þeir kennarar, starfsmenn eða nemendur sem vilja skrá nöfn sín á spjöld sögunnar eru hvattir til að mæta á þriðjudögum kl. 9:45 og fimmtudögum 11:05 í stofu 301 og sitja fyrir.