Víg Höskuldar fest á filmu í íslensku

Það er ýmislegt lesið og leikið í áfanganum ÍSLA, íslensku sem öðru máli.  Á  haustönn 2016 hafa nemendur m.a. lesið  Njálu og  kynnst sterkum persónum um leið og þeir velta fyrir sér atburðum sögunnar. Víg Höskuldar Hvítanesgoða er e.t.v. harmsögulegasti þátturinn enda má þar finna öfund og illsku en líka kærleika og fyrirgefningu. 

Hér má sjá nokkra nemendur túlka hinn áhrifamikla kafla og lifa sig inn í aðstæður. Leikstjórn og eftirvinnsla upptökunnar var alfarið í höndum sömu nemenda og komu kennarar þar hvergi nærri. Myndbandið lætur engan ósnortinn og ekki virðist skorta tæknikunnáttu og leikhæfileika! Hér kunna því að vera á ferðinni kvikmyndagerðarmenn framtíðarinnar.