Víðförul verk

Nemendur úr áfanganum Straumar og stefnur (MYND3SS05) lánuðu verk sín sem framlag FSu til listahátíð…
Nemendur úr áfanganum Straumar og stefnur (MYND3SS05) lánuðu verk sín sem framlag FSu til listahátíðar í Rúmeníu.

Nemendur úr áfanganum Straumar og stefnur (MYND3SS05) lánuðu verk sín sem framlag FSu til listahátíðar í Rúmeníu sem fór fram dagana 2.- 7. sept. sl.

Verkin unnu nemendur út frá svo kallaðri allegóríu og pragmatísku kenningunni í tengslum við Erasmusverkefnið „Art in DESS“ (Democratic European School of Success)

Hugtökin sem nemendur fengu til að vinna út frá voru:

Lýðræði – samskipti – tungumál – virðing – seigla og núvitund

Í þessu verkefni tóku þátt auk Íslands, Spánn, Portúgal, Þýskaland og Búlgaría og gestgjafinn Rúmenía.

Þessi verk prýða nú veggi FSu ásamt verkum úr öðrum myndlistaráföngum og óðum bætast fleiri verk í hópinn.