Vetrarleikar FSu 2020

Vetrarleikar FSu. Tíu efstu knapar í töltkeppni.
Vetrarleikar FSu. Tíu efstu knapar í töltkeppni.

Vetrarleikar FSu voru haldnir þann 19. febrúar síðastliðinn. Fyrsta árs nemar af hestabraut FSu sáu um að halda mótið á félagssvæði Sleipnis á Selfossi. Keppt var í tveimur greinum, töltkeppni og mjólkurtölti. Áætlað var að halda einnig kappreiðar en vegna veðurs og færðar var það því miður fellt niður. Góð þátttaka var á mótinu í báðum greinum og heppnaðist mótið vel. Nóg var af verðlaunum svo að allir þátttakendur voru settir í happdrætti og hlutu þátttökuverðlaun.

 

Úrslit

Töltkeppni

1.     Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir og Skálmöld frá Eystra-Fróðholti

2.     Thelma Dögg Tómasdóttir og Taktur frá Torfunesi

3.     Kristín Hrönn Pálsdóttir og Gaumur frá Skarði

4.     Katrín Ósk Kristjándóttir og Höttur frá Austurási

5.     Embla Þórey Elvarsdóttir og Tinni frá Laxdalshofi

6.     Bríet Bragadóttir og Grímar frá Eyrarbakka

7.     Arndís Ólafsdóttir og Júpíter frá Magnússkógum

8.     Unnsteinn Reynisson og Styrkur frá Hurðarbaki

9.     Jón Marteinn Arngrímsson og Glanni frá Brekkukoti

10.  Sölvi Freyr Freydísarson og Gæji frá Svalbarðseyri

 

Mjólkurtölt

1.     Kári Kristinsson og Hrólfur frá Hraunholti

2.     Þórey Hekla Ægisdóttir og Gná frá Egilsstaðakoti

3.     Sunna Lind Sigurjónsdóttir og Skjálfti frá Efstu-Grund

 

 

Veitt voru verðlaun fyrir efnilegasta parið og hlutu þau Katrín Ósk Kristjánsdóttir og Höttur frá Austurási farandgrip sem gefinn var af Dimmuborg. Einnig voru reiðmennskuverðlaunin veitt í boði hestavöruverslunarinnar Baldvin og Þorvaldur og hlaut Thelma Dögg Tómasdóttir glæsilegt höfuðleður og nasamúl.

 

Við viljum þakka styrktaraðilum okkar kærlega fyrir stuðninginn. Þeir eru eftirtaldir: Hestamannafélagið Sleipnir, Nemendafélag FSu, Toyota Selfoss, Baldvin og Þorvaldur, Fóðurblandan, Byko, Mjólkursamsalan, Hótel Selfoss, Kaffi Krús, Tryggvaskáli, Dýralæknaþjónusta Suðurlands, Vor, Dýraríkið, Heiðaspor, Skalli, Sportbær, Subway, Hamborgarabúllan, Pylsuvagnin, Vefjan, Eldhúsið og GK bakarí.

Einnig viljum við þakka dómurum mótsins fyrir sitt framlag, þeim Svanhvíti Kristjánsdóttur og Dagmar Øder Einarsdóttur.