Vetrarleikar FSu

Vetrarleikar FSu 2014 fóru fram á Brávöllum miðvikudaginn 26. febrúar. Glæsilegir sigurvegarar mótsins voru þeir Róbert Bergmann og Hljómur frá Eystra-Fróðholti. Fast á hæla þeirra voru Hrafnhildur Magnúsdóttir og Eivör frá Blesastöðum. Hrafnhildur hlaut einnig reiðmennskuverðlaun fyrir góða og prúða reiðmennsku, fallega ábreiðu sem hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur gáfu. Nemendur hestabrautar hafa haldið þetta skemmtilega mót árlega í sambandi við Káta daga í skólanum, fyrir alla nemendur FSu. Þátttaka á mótinu er einnig reiðmennskuverkefni hjá nemendum á 4. önn hestabrautar. Mótið er töltmót með vetraleika fyrirkomulagi, þar er sýnt hægt- og fegurðatölt. Hestamannafélagið Sleipnir lánaði nemendum völlinn, en það hefur stutt við mótið með þessum hætti frá upphafi. Dómarar á mótinu voru þær Elsa Magnúsdóttir íþróttadómari, reiðkennari og hrossabóndi á Sólvangi og Torunn Hjelvik reiðkennari og tamningamaður á Skálatjörn í Flóanum.Verarleikar_FSu_2014_140

Dómarar á mótinu voru þær Elsa Magnúsdóttir íþróttadómari, reiðkennari og hrossabóndi á Sólvangi og Torunn Hjelvik reiðkennari og tamningamaður á Skálatjörn í Flóanum.Verarleikar_FSu_2014_140

Úrslit
1. Róbert Bergmann og Hljómur frá Eystra-Fróðholti
2. Hrafnhildur Magnúsdóttir og Eivör frá Blesastöðum
3. Eggert Helgason og Stúfur frá Kjarri
4. Friða Hansen og Nös frá Leirubakka
5. Sólrún Einarsdóttir og Élhríma frá Hábæ
6. Finnbogi Eyjólfsson og Orka frá Bólstað
7. Dóróthea Ármann og Bergþóra frá Friðheimum
8. Eygló Arna Guðnadóttir og Iðja frá Þúfu
9. Gunnlaugur Bjarnason og Flögri frá Kjarnholtum