Verkfærni æfð á sjúkraliðabraut

Nemendur á sjúkraliðabraut þurfa að þjálfa sig í verklegum vinnubrögðum við umönnun sjúklinga samhliða bóknámi. Í verklegum tímum er til dæmis æft að búa um rúm með sjúklingi í, nudd og fótabað, morgunaðhlynning og breytingar á líkamsstöðu. Mikið líf og fjör er alltaf í þessum tímu að sögn Írisar Þórðardóttur, kennara á sjúkraliðabraut. Á meðfylgjandi myndum má sjá nemendur æfa sig í að þvo sjúklingum um hárið í rúmi.