Verkefnisstjórar útskrifaðir

Föstudaginn 8. apríl útskrifuðust Agnes Ósk Snorradóttir og Þórunn Jóna Hauksdóttir sem verkefnisstjórar í Olweusaráætluninni gegn einelti og andfélagslegu atferli. Hafa þær stundað námið af kappi, ásamt öðrum nemendum, frá því í ágúst 2009 undir handleiðslu Þorláks H. Helgasonar framkvæmdastjóra Olweusaráætlunarinnar á Íslandi og Sigrúnar Ágústsdóttur náms- og starfsráðgjafa í Réttarholtsskóla. Þær stöllur hafa aðlagað áætlunina að FSu (sjá Skólinn í okkar höndum) en hann er fyrsti framhaldsskólinn til að taka hana upp á Íslandi.