Verkefni í gerð stop-motion myndbanda

Nemendur í áfanganum FILM1SX02 vinna fjölbreytt verkefni í kvikmyndagerð. Áfanginn snýst um að kynna fyrir nemendum á starfsbraut möguleika til hljóð og myndaupptöku sem búa í farsímunum þeirra og einnig að prófa ýmis ókeypis forrit sem hægt er að nota til kvikmyndagerðar.  

Meðfylgjandi verkefnið snerist um að gera stutt stop-motion myndband.  Nemendurnir Stefanía Ósk og Wilhemína notuðu vefmyndavél og stop-motion klippiforrit.  Kennari er Helgi Hermannsson.