Vélvirkjunarnemar á ferð og flugi

Nemendur í vélvirkjun fóru nýverið á Sjávarútvegsýninguna sem haldin var í Laugardagshöll. Á sýningunni voru helstu iðnfyrirtæki á landinu saman komin og kynntu þar vörur sína og þjónustu. Kennarar sem leiddu hópinn voru Borgþór Helgason og Sigurþór Leifsson. Gaman var að hitta á sýningunni fyrrum nemanda í vélvirkjun. Í bakaleiðinni var kíkt við í Jagúar umboðinu og þar skoðaðar glæsikerrur áður en haldið var heim á leið.